Skírnir - 01.01.1986, Page 271
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
267
heima á málfundi áróðursmanna en í fræðilegu tímariti eins og
Skírni?1
15. Sannmæliskenning Þorsteins Gylfasonar
Hér hef ég reynt að takmarka mig við það að leiðrétta missagnir
Þorsteins Gylfasonar um réttlætiskenningar þeirra Hayeks og
Nozicks. Þótt ég sé ekki sammála þeim Hayek og Nozick í einu og
öllu, hef ég hins vegar ekki greint þá margvíslegu galla, sem ég sé
á kenningum þeirra, enda er það efni í aðra ritgerð jafnlanga
þessari. En ég hlýt að lokum að gera örfáar athugasemdir við hug-
myndir Þorsteins um réttlæti. Mér sýnist að vísu ekki um neina
eina skoðun að ræða, heldur sé þremur ólíkum kenningum ruglað
saman. Hin fyrsta er verðleikakenning: hún er, að menn eigi að fá
það, refsingu eða umbun, sem þeir eigi skilið. Önnur kenningin
er það, sem Þorsteinn kallar „sannmæliskenning“: hún er, að
menn séu í rauninni að segj a ósatt, þegar þeir séu að vinna ranglát
verk, en satt, þegar þeir séu að vinna réttlát verk. Samkvæmt
henni er réttlæti sannmæli og ranglæti svikmæli. Þriðja kenningin
er, að það sé réttlætismál, að allur sannleikurinn fái að koma fram
um hvern mann. Þorsteinn segir á bls. 162:
Samkvæmt þessari kenningu er réttlæti í því fólgið að fólk njóti sannmælis; þar
með ræðst réttlætið af verðleikum og frumkrafa þess er sú að mannlegir verð-
leikar fái að koma fram í ýtrustu fjölbreytni. Ef menn vilja vita hvers vegna
réttlætið skiptir mannfélagið máli þá er svarið ofur einfalt: það er af því að
sannleikurinn skiptir máli og verður að koma fram. Og sannleikurinn um
hvert mannsbarn kemur því aðeins fram að þetta mannsbarn fái að njóta sín,
því að hann sér enginn maður fyrir.
Enginn maður með fullu viti getur hafnað verðleikakenningu í
einhverri mynd, enda telst slík kenning ekki til neinna stórtíðinda
í heimi heimspekinnar.78 Hver getur verið á móti því, að menn fái
það, sem þeim ber? En ég hef á þessum blöðum reynt að benda
á, að stundum horfir málið alls ekki svo við. Oft er ekki um það
að ræða, að verið sé að skipta gæðum samkvæmt einhverri gefinni
forskrift um verðleika, heldur skiptast þau á þá samkvæmt frjálsu
vali fj árráða manna. Þegar ég kaupi sólarlandaferð af Ingólfi í Út-