Skírnir - 01.01.1986, Side 272
268
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
sýn með þeim afleiðingum, að tekjur hans hækka, er ég ekki að
leita sannleikans um hann, heldur að kaupa sem besta þjónustu á
sem lægstu verði. Þegar móðir kaupir brúðu til að gleðj a litla dótt-
ur sína á afmælisdaginn, er hún ekki að velta því fyrir sér, hvort
dóttir sín hafi meiri verðleika en vinkonur hennar jafngamlar.
Þegar verkamennirnir í víngarði þeim, sem segir frá í helgri bók,
mögluðu yfir því, að húsbóndinn hefði greitt þeim, sem unnið
höfðu hluta dagsins, jafnmikið og hinum, sem unnið höfðu allan
daginn, svaraði hann einum þeirra: „Vinur, ekki gjöri ég þér
rangt til, sömdum við ekki um einn denar? Taktu þitt og farðu
leiðar þinnar. Ég vil gjalda þessum síðasta eins og þér. Er ég ekki
sjálfur fjár míns ráðandi? Eða sérðu ofsjónum yfir því, að ég er
góðgjarn?“79 Þorsteinn Gylfason hefur óneitanlega nokkra til-
hneigingu til þess að líta á réttlæti úr hinu upphafna sæti dómar-
ans, en þaðan sjá menn aðeins lítinn hluta þess sviðs, sem réttlæt-
ið tekur til.
Sannmæliskenning Þorsteins Gylfasonar er ekki heldur ný af
nálinni. Ég hlýt að geta þess hér (þótt ekki sé á það minnst í rit-
gerð Þorsteins), að breskur heimspekingur, William Wollaston
að nafni, setti árið 1722 fram mj ög svipaða kenningu ,80 sem Leslie
Stephen skopaðist svo að í hinni miklu Hugmyndasögu átjándu
aldar:
Eftir þrjátíu ára áköf heilabrot hafði Wollaston sannfærstum.að ástæðan til
þess, að maður ætti ekki að berja eiginkonu sína til óbóta, væri, að þannig
neitaði hann því, að hún væri í raun og veru eiginkona hans. Með öðrum orð-
um væru allar syndir ósannindi.81
Þess má síðan geta, að Davíð Hume hrakti sannmæliskenningu
Wollastons í Ritgerð um mannlegt eðli. Lítum á nokkur augljós-
ustu rökin gegn henni. Lyrst er það, að rangindi þurfa alls ekki að
vera ósannindi um mannlega verðleika. Innbrotsþjófur, sem
hnuplar borðbúnaðinum þínum, er alls ekki að segja ósatt með
verki sínu, hvorki um verðleika sína eða þína. En hann er tví-
mælalaust að vinna ranglátt verk.82 Síðan er það, að ósannindi
þurfa alls ekki að vera rangindi. Menn geta villt á sér heimildir, án
þess að þeir geri öðrum neitt mein með því. Maður, sem þykist
meiri en hann er, til dæmis með því að eigna sér hugmyndir ann-