Skírnir - 01.01.1986, Side 275
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
271
í bréfi til Matthíasar Johannessens skálds um málflutning Þor-
steins:
Ein höfuðástæða þess, að menn hafa ekki fengið að njóta sín, er efnalegur
skortur, sú fátækt, sem mannkynið hefur búið við frá alda öðli. Ekkert samfé-
lag hefur náð meiri árangri til að lyfta því oki af herðum manna en einmitt
frjálst borgaralegt þjóðfélag. Sá árangur er svo að sínu leyti forsenda velferð-
arríkisins. Önnur höfuðástæða þess, að menn hafa ekki fengið að njóta sín, er
bein kúgun valdsmanna. í því efni gildir hið sama, að það er einmitt borgara-
legt þjóðfélag, sem mest hefur losað um þá áþján. Það er ekki heldur tilviljun,
að þróun frjálsra viðskipta og lýðræðis hafa haldist í hendur.87
Þess má einnig geta, þar sem Þorsteinn tileinkar ritgerð sína
Halldóri Laxness, að nóbelsskáldið tekur í sama streng og Jónas
H. Haralz í ritgerðinni „Upphafi mannúðarstefnu" frá 1965. Þar
segir Halldór, að í sögu vestrænna manna hafi kapítalismi og
húmanismi fylgst að: „Með þessu nýa fyrirkomulagi á fjármálum
var brotið í blað á Vesturlöndum. Allavega er vert að gefa því
gaum að húmanisminn sigldi í kjölfar þeirri þróun sem hagstjórn
tók í Evrópu um þessar mundir; hann var fylgifiskur vaxandi
kröfu sem reis í frumvaxta borgarastéttinni um þekkíngu og
lærdóm.“88
Samhyggjumenn halda, að ríkið geti komið fólki til miklu meiri
þroska með valdboði en það öðlist við frelsi og fulla ábyrgð á
gerðum sínum. Gísli Brynjúlfsson svaraði slíkum mönnum þegar
árið 1849 í Norðurfara: „Það er víst, að menn eiga að nota sér
kristilega af eignarrétti sínum, en það er eins víst, að það er
ómögulegt að kúga nokkurn til þess nauðugan. Þeir, sem halda
það, lenda í sömu vitleysunum og harðstjórarnir, sem álíta lögin
almáttug og þykjast geta allt gjört með þeim, en hafa ekkert
traust til mannanna sjálfra.“89 Og Jónas H. Haralz kemst að mín-
um dómi að kjarna málsins, þegar hann bendir í áðurnefndu bréfi
á það, sem ég ætla að leyfa mér að gera að lokaorðum þessarar rit-
gerðar.
. . . að ríkið er klunnalegt og klaufskt verkfæri, sem aldrei nær þeim árangri,
sem ætlast er til. Skýringin á þessu er sú, sem Hayek hefur lýst manna best, að
þekkingin er ekki á einum eða fáum stöðum, heldur dreifð á milli þúsunda og
milljóna manna. Þess vegna er það miklu vænlegra að láta einstaklinga, félög
)