Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 279
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
275
vík 1982), bls. 149-173, og George Stigler: „Hugleiðingar um frclsið" í
Frelsinu (5. árg. 1984), bls. 165.
29. Prófessor W. H. Hutt, sem kenndi lengi hagfræði í Suður-Afríku, skrifaði
fyrir mörgum árum bók, The Economics ofthe Colour Bar (Institute of
Economic Affairs, London 1966), þar sem hann benti á, að aðskilnaðar-
stefna valdsmanna í Suður-Afríku er ekkert annað en ríkisafskiptastefna,
ein tegund sósíalisma eða samhyggju. Frjálshyggjumenn eru að sjálf-
sögðu einkum á móti slíkri stefnu af siðferðilegum ástæðum, en þeir
benda einnig á, að hún er óhagkvæm: menn geta ekki gripið öll þau tæki-
færi til að græða á verkaskiptingu og viðskiptum, sem gefast, ef ríkið
bannar þeim að hagnýta sér sum slík tækifæri, þegar um þeldökka menn
er að ræða.
30. Sbr. eftirfarandi orð Herbert Spencers í SocialStatics (Augustus M. Kell-
ey, NewYorkl969;upphafl. 1851), bls. 115: „Getamennöðlast rétt með
kaupum eða gjöfum, þar sem slíkur réttur fyrirfannst ekki áður? ... Svo
sannarlega ekki.“
31. Jón Þorkelsson Vídalín: Húspostilla eður einfaldar prédikanir yfir öll há-
tíða og sunnudaga guðspjöll árið um kring (Bókaútgáfa Kristjáns Frið-
rikssonar, Reykjavík 1945), bls. 283.
32. Sbr. hin frægu orð Jean-Jacques Rousseaus í Orðrœðu um ójöfnuð:
„Fyrsti maðurinn, sem stikaði út land og lét sér til hugar koma að segja:
„Þetta á ég“ - og fann fólk, sem var nægilega einfalt til þess að trúa
honum, var hinn sannkallaði stofnandi borgaralegs skipulags. Mannkynið
hefði losnað við óteljandi glæpi, styrjaldir, morð og önnur ódæði, ef ein-
hver hefði tekið upp staurana eða fyllt upp í díkin og kallað út til náunga
sinna: „Hlustið ekki á þennan falsara! Þér eruð glataðir, ef þér gleymið,
að ávextir jarðarinnar tilheyra öllum saman, en jörðin engum einum!““
Discourse on Inequality, útg. Maurice Cranston (Penguin, Harmonds-
worth, Middlesex, 1984; upphafl. útg. 1755), bls. 109.
33. Leiða má rök að því, að Locke hafi orðað fyrirvarann ónákvæmlega, svo
að óbreyttur komi hann ekki að tilætluðum notum. Sbr. Robert Nozick:
Anarchy, State, and Utopia, bls. 176.
34. Sbr. John Stuart Mill: Frelsið (Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík
1970), bls. 45. Kant orðaði frelsisreglu frjálslyndra manna svo í inngangi
að Frumspekilegumforsendum réttlœtisins, C. lið, frá 1797: „Sérhvert það
verk er réttlátt, sem í sjálfu sér eða samkvæmt þeirri reglu, er það er unnið
eftir, er með þeim hætti, að frelsi eins manns til að fá vilja sínum fram-
gengt geti farið saman við frelsi allra í samræmi við almennt lögmál.“ Hér
tekið eftir Immanuel Kant: The MetaphysicalElements ofJustice (þýð. og
útg. John Ladd, Bobbs-Merrill, Indianapolis 1965), bls. 35. Og Herbert
Spencer reit: „Hver maður hefur frelsi til að gera allt, sem hann vill, svo
framarlega sem hann skerðir ekki með því sama frelsi annarra." Social