Skírnir - 01.01.1986, Side 281
SKÍRNIR UM RÉTTLÆTISHUGTÖK HAYEKS OG NOZICKS
277
þar hæst John Stuart Mill. Aðalkennari minn forðum í Oxford, John
Gray, félagi á Jesús-garði, hefur skrifað bók, þar sem hann skýrir kenn-
ingu Mills, sem margir hafa talið mótsagnakennda: Mill on Liberty (Rout-
ledge and Kegan Paul, London 1983). Dr. Arnór Hannibalsson heim-
spekidósent skrifar um þessa bók í Frelsinu (5. árg. 1984), bls. 169-171.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að nytjastefna geti ekki verið heimspekileg
undirstaða frjálshyggju, og færi einkum til þess þrenn rök. Fyrst er það,
að við höfum miklu takmarkaðri upplýsingar um raunverulegt notagildi
athafna okkar en nytjastefnumenn vilja vera láta. Síðan er það, að menn
deila um, hvað sé nytsamlegt: einum finnst það gott, sem öðrum finnst
slæmt. Gæði lífsins eru ekki þess eðlis, að þau megi leggja saman í eina
stóra fúlgu. í þriðja lagi vantar nytjastefnumenn kenningu um það, til
hverra útreikningar þeirra eigi að taka. í bókinni Utilitarianism and Bey-
ond, ritstj. B. Williams og A. Sen (Cambridge University Press, Cam-
bridge 1982), eru tvenn fyrri rökin ágætlega sett fram.
48. David Friedman: The Machinery of Freedom (Harper and Row, New
York 1973), bls. xiv-xv. Nozick vitnar til þessarar tölu í Anarchy, State,
and Utopia, bls. 177-8.
49. Sbr. „The Use of Knowledge in Society" í Individualism and Economic
Order, sem áður hefur verið á minnst.
50. „The Creative Powers of a Free Civilization," The Constitution of Lib-
erty, bls. 22-38.
51. Nozick telur það ekki vel fallið til skynsamlegrar rökræðu að tala um, að
einstaklingurinn eigi sjálfan sig. Er hann tveir menn? Ég held hins vegar,
að þetta sé ekki villandi, ef menn hafa í huga, að sjálfseign einstaklingsins
sé andstæða sameignar á mönnum eða eignarhalds sumra manna á öðrum
(þ. e. þrælahalds).
52. í ritgerð um „Sovéska hagkerfið í Ijósi nýju kerfishagfræðinnar“ í
Fjármálatíðindum (32. árg. 1985), bls. 28-41, varpar dr. Þráinn Eggerts-
son prófessor fram þeirri tilgátu, að eðlilegast sé að greina sambýli ráða-
manna og þegna þeirra í austri með svipuðum hætti og sambýli plantekru-
eigenda og þræla þeirra í Suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir borgarastríð-
ið þar. Þetta er að vísu ekki ný tilgáta í hagfræði, sbr. Thomas Sowell:
„The Economics of Slavery" í Markets and Minorities (Basil Blackwell,
Oxford 1981), bls. 90. Sá brestur er ennfremur á kenningu Þráins eins og
hann setur hana fram, að hann gerir enga grein fyrir því, hvers vegna mið-
stjórnin gerska komi fram sem ein heild í líkingu við einn eiganda á suð-
rænni plantekru. Til þess þarf hann kenningu um viðráðanlegan sam-
komulagskostnað innan miðstjórnarinnar og á meðal félaga í Sameignar-
flokknum. Þráni virðist einnig sjást yfir þann reginmun á þrælahaldi í
Suðurríkjunum og gerska hagkerfinu, að verðmyndun var tiltölulega
frjáls á þrælum, en hins vegar ekki á þegnum miðstjórnarinnar. Þess
vegna er ástæða til að ætla, að þrælahaldið hafi verið miklu hagkvæmara
en gerska hagkerfið og betur farið með þræla en hina gersku þegna. Þessi