Skírnir - 01.01.1986, Síða 282
278
HANNES H. GISSURARSON
SKÍRNIR
yfirsjón kemur því meira á óvart sem Þráinn er beinlínis að ræða um
samanburð eins hagkerfis við annað og hefði því umfram allt átt að hyggja
að, hvaða framleiðsluöfl væru verðlögð á markaði í hvoru þeirra um sig.
Um þetta síðara atriði, sbr. Gary M. Anderson og Robert D. Tollison:
„Life in the Gulag: A Property Rights Perspective“ í CatoJournal (5. árg.
1985), bls. 295-304.
53. Sbr. Robert Nozick: Anarchy, State, and Utopia, bls. 206-207. Sbr. einnig
Antony Flew: The Politics of Procrustes (Temple Smith, London 1981),
bls. 110.
54. Sbr. Thomas Sowell: Markets and Minorities, bls. 96. Adam Smith kemur
orðum að svipaðri hugsun í An Inquiry Into the Nature and Causes ofthe
Welth of Nations (Oxford University Press, Oxford 1976: upphafl. útg.
1776), I. bindi, I. bók, viii. kafli, bls. 98, og III. bók, ii. kafli, bls. 389.
Ekki er ólíklegt, að þrælahald hafi lagst niður á íslandi af þessum sökum,
og væru frekari rannsóknir á því fróðlegar.
55. Sigurður Líndal: „Sendiför Úlfljóts“ í Skírni (143. árg. 1969), bls. 67, en
Þorsteinn vitnar í þennan stað í skrifi sínu, þótt hann færi fram einfalda
fullyrðingu, en ekki rök, gegn skoðun Sigurðar, sem Hayek deilir með
honum og gerir að aðalefni fyrsta bindis Law, Legislation and Liberty
(Routledge and Kegan Paul, London 1973). Sbr. einnig Bruno Leoni:
Freedom and the Law (Nash Publishing, Los Angeles 1972), en sú bók
hefur að geyma eina hugvitssamlegustu vörn fyrir venjurétt, sem ég
þekki. Leoni leiðir þar rök að því, að venjuréttur verði frjálslegri ogfyrir-
sjáanlegri en settur réttur. Ég ræði í nokkrum smáatriðum um þetta mál
í doktorsritgerð minni.
56. Sbr. Páll S. Árdal: Siðferði og mannlegt eðli (Hið íslenska bókmenntafé-
lag, Reykjavík 1982), bls. 72-73. Auðséð er, aðÞorsteinnhefur stuðst við
rit Páls, en ekki kynnt sér verk Humes sjálfs til neinnar hlítar. Páll leggur
í riti sínu enga sérstaka áherslu á greinarmuninn á settum reglum og þeim
reglum, sem myndast hafa við reynslu mannanna í aldanna rás, án þess að
nokkur einn maður hafi sett þær. Hann tekur að vísu fram, að samkomu-
lag manna um að virða eignarréttinn sé „þegjandi", en hann kallar þær
dygðir, sem mönnum hefur lærst að virða, þótt þær séu þeim ekki eðlis-
lægar, „gervidygöir", en ekki eins og éghef lagt til „reynsludygðir“. (Sbr.
Hannes H. Gissurarson: „Siðfræði að skilningi Hurnes" í Frelsinu (5. árg.
1984), bls. 248-251.) Þetta orðaval leiðir hugsanlega til þeirrar skoðunar,
að einstakir menn ráði yfir nægilegri þekkingu til að geta skapað slíkar
dygðir á svipaðan hátt og gerviefni eru framleidd í verksmiðjum, en fátt
er fjær sanni.
57. Sbr. Páll S. Árdal: Siðferðiog mannlegt eðli, bls. 74: „Uppruni samfélags-
ins getur ekki verið sá að menn hafi komið auga á nytsemi þess að lifa sam-
an og skipta með sér verkum og eignum, heldur verða menn að búa í sam-
félagi til að koma auga á þessa nytsemi."