Skírnir - 01.01.1986, Page 294
290
EINAR H. EINARSSON
SKÍRNIR
mun færri tegundir; sérstaklega vantaði þar mikið af blómplönt-
um, einkum þeim stærri og viðkvæmari, enda er það ekki að
undra, þegar skoðað er ofan í jarðveginn í fellinu. Þar hefur gróð-
ur hlotið að fara oft mjög illa, því Katla hefur býsna oft hellt yfir
það drjúgum skammti af grófri gjósku, trúlega stundum vel
heitri. Það er því ekki undarlegt, þótt allur viðkvæmasti gróður-
inn sé horfinn þaðan, þótt hann hefði einhverntíma verið þar
hluti af plöntusamfélaginu. Úr því að plöntusamfélögin í Hrífu-
nesheiði, Hafursey og Höfðabrekkuheiði líkjast svo mjög hvert
öðru, er ekki hægt að hugsa sér annað en að einhverntíma hafi
nokkuð samfelldur gróður verið á öllu svæðinu. Vitaskuld hafa
ávallt runnið einhverjar jökulár frá jöklinum í sjó fram á þessu
landsvæði og fylgt þeim aurabelti, en þau þurfa ekki að hafa verið
svo breið að það hamlaði stórlega að fræ bærust milli gróðursvæð-
anna. Best hef ég rannsakað birkigróðurinn í Skaftártungu, Haf-
ursey og í svonefndum Kambi í Kerlingardalsheiði, en hún er
áföst Höfðabrekkuheiði. Birkið á þessum þremur svæðum virðist
við allnákvæma greiningu vera eitt og sama afbrigðið, en þetta af-
brigði virðist ekki ná vestur fyrir Kerlingardalsár. Þær litlu birki-
leifar, sem finnast vestar í Mýrdal, eru allólíkt afbrigði, eða það
sem nefnt hefur verið skógviðarbróðir. Austurmörk Skaftár-
tungubirkisins virðast vart vera austar en í Holtsdal, þar sem birk-
ið í Núpsstaðaskógum mun sama afbrigði og í Bæjarstaðaskógi.
Þessi tvö afbrigði eru geysiólík í ræktun og Skaftártungubirkið
virðist aldrei geta orðið að fallegum trjám. Þar sem svo er að sjá
sem Skaftártungubirkið nái vestur í Kerlingardalsheiði, virðist
mér einsýnt að ofantil á sandinum hafi á tímabili verið nokkuð
samfelldur skógur og mikið geti því verið til í þeim munnmæla-
sögnum sem herma að norðan byggðar í vestanverðu Álftaveri
hafi verið miklir skógar. Sæmundur Hólm segir í lýsingu sinni á
Vestur-Skaftafellssýslu að Kúðafjörður hafi náð allt að Hesta-
landshólma. Einnig segir hann: „Þetta var fallegur fjörður með
skógivöxnum hæðum norðan til að vestan,“ en að fjörðurinn hafi
fyllst af sandi í svonefndu Sturluhlaupi 1311. Þá segir í Landnámu
um dráp Hjörleifs að þrælar hans hafi sagt að skógarbjörn, er
kom úr skóginum, hafi drepið uxann. Hafi þá Hjörleifur og menn