Skírnir - 01.01.1986, Page 298
294
EINAR H. EINARSSON
SKÍRNIR
Trúlega hefur Skálmin ekki fengið jökulvatn í sig fyrr en eftir
að Krikahraunin runnu, og jökulhlaup fóru að velta fram sandinn
í Kötlugosum, en samkvæmt könnunum mínum á gjóskulögum í
jarðvegi í fjórum vestustu hreppum Vestur-Skaftafellssýslu virð-
ist Katla alllengi fyrir landnám hafa gosið á öðrum stað en síðari
aldir. Hafa því eflaust verið allmiklar jökulöldur nokkuð frá
jökulröndinni, svipað og nú má sjá á Skeiðarársandi þar sem
Skeiðarárhlaupin eru ekki búin að jafna úr þeim. Er því engu lík-
ara en leysingavatn af jöklinum hafi runnið meðfram þeim og haft
aðeins framrás í Leirá og Eyjará. Dæmi þess má sjá við jökulöld-
urnar á Skeiðarársandi að mikið af leysingavatni rennur meðfram
jökulröndinni austur í Sæluhúsakvísl og Skeiðará og vestur í
Sandgígjukvísl. Sigurðarfitjaráll er nú alveg horfinn, en hann gat
meðan jökullinn náði suður á öldurnar orðið allmikið vatnsfall.
Sé þetta rétt kenning hefur eflaust engin eyðimörk verið frá
Eyjará og austur að Hólmsá þegar land byggðist í Álftaveri, enda
bendir staðsetning bæjanna sem tætturnar eru af í Kúabót og
Arfabót, til þess að ekki hafi verið talin hætta á vatnsflóðum suð-
ur yfir byggðina, þegar þeir voru byggðir. Þessara bæja verður
nánar getið síðar.
Fyrstu rituðu heimildir um eyðingu byggðar austast í Mýrdal er
að finna í Oddaverja þætti, þar er segir frá fundi Þorláks biskups
helga og Jóns Loftssonar að Höfðabrekku árið 1179, en ágrein-
ingur var milli þeirra um kirkjumál. Segir þar svo:
Enn var önnur grein millum þeirra, og stóð sú af Höfðárhlaupi, því að hún
hafði tekið marga bæi, þá er þangað lágu undir, og tvo þá, er kirkjur voru á.
Varð af því minni tíund, ogfærri hús til brottsöngs. (Biskupasögur 1,1858, bls.
283.1,1948, bls. 144.)
Þessi frásögn bendir tvímælalaust til þess að skömmu fyrir 1179
hafi orðið allmikið Kötlugos með tilheyrandi jökulhlaupi, sem
runnið hafi að mestum hluta yfir sléttlendið austan Háafells og ef
til vill eitthvað austur fyrir Höfða og komið annað tveggja niður
eða undan skriðjöklinum vestan Moldheiðar, sem þá hefur heitið
Höfðárjökull (þar er einnig getið hlaups 1416).
Svo einkennilegt er að hvergi finnst þessa goss eða hlaups getið