Skírnir - 01.01.1986, Page 301
SKÍRNIR
MÝRDALSSANDUR - ÁLFTAVER
297
Dynskógar. En ritaðar fornar heimildir sanna, að Dynskógar
hafa verið í byggð löngu síðar og líklega eyðst í stórgosi í Kötlu
milli 1480 og 90. Ekki getur Markús neinna heimilda í sambandi
við þetta hlaup.
Þá segir frá því í sömu jarðeldasögu, að allt Lágeyjarhverfi hafi
tekið af í svonefndu Sturluhlaupi 1311. Þarna eru ekki nafn-
greindir aðrir bæir en Lágey. Engar ritaðar samtímaheimildir um
tjón af þessu hlaupi eru til, en því meira er til af kjarnmiklum
þjóðsögum í kringum það. En eftir máldaga Þykkvabæjarklaust-
urs 1340 virðist, að þá sé Lágey í byggð (sjá máldaga).
Eftir að sagt er frá bæjum sem lögðust af í Sturluhlaupi, er
hljótt um eyðingu bæja í Álftaveri í rituðum heimildum. En
1480-90 hefur orðið stórgos í Kötlu, þótt hvergi finnist heimildir
um það annars staðar en í jarðveginum sjálfum allt frá Mýrdal til
sjávar við Faxaflóa. Eins og áður er getið eru sterkar líkur fyrir
því, að þá hafi lokið ábýli á hinni frægu landnámsjörð Dynskóg-
um og miklar líkur eru fyrir því að í sama hlaupi hafi eyðst jarð-
irnar sem bæjarrústirnar í Arfabót og Kúabót hafa tilheyrt. (Rétt
er að geta þess, að nöfnin Arfabót og Kúabót hafa ekki orðið til
fyrr en löngu eftir að nefndir bæir urðu sandi orpnir að mestum
hluta, en melpláss orðið á þeim stöðum, og ekkert tengd bæjun-
um sjálfum.)
Eitt sinn komst mér í hendur skrá yfir eyðibæi í Álftaveri. í
plaggi þessu voru taldir með nöfnum milli 10 og 20 bæir. Ekki var
getið hvar þessir bæir hefðu verið og engra heimilda var getið fyrir
því, að býlin hefðu nokkurn tíma verið til eða hvort þar væri að-
eins um þjóðsagnakennd munnmæli að ræða. Eitt var öllum bæj-
unum sameiginlegt: Allir höfðu þeir átt að verða Kötlu að bráð.
Ekki virðist mér, að geti verið mjög trúverðugt, að öll þessi bæja-
nöfn hafi geymst í minni fólksins úr því áður áminnstar bæja-
tættur í Arfabót og Kúabót, sem ekki virðast hafa farið í eyði fyrr
en seint á fimmtándu öld, hafa týnt nöfnum sínum svo rækilega,
að ekki virðist unnt að fá það á hreint, hvað þeir bæir hétu, meðan
1 byggð voru. Þó eru nokkur líkindi fyrir því að hinn stóri og vel
upp byggði bær, sem Gísli Gestsson gróf upp í Kúabót eftir 1970,
hafi verið sama jörð og Hraungerði. Er til eftir góðum heimildum
rituð sögn um það, er bærinn var byggður þar sem hann er nú, að