Skírnir - 01.01.1986, Page 316
312
ERIK S0NDERHOLM
SKlRNIR
saman - en á hinn bóginn er hugur hans síður bundinn við það
hver málalok verða. Þannig munu margar skáldsögur hans vera
að oftast nær, ef ekki alltaf, vegur fyrri hluti sögu þyngst. Bendir
það til að höfundur leggi mestan hug á að kanna orsakir átaka.
Um lyktir þeirra fari hann hins vegar nokkuð troðnar slóðir.
Ljóst er af sögunni að hún gerist á Suðurlandsundirlendinu
(bls. 5), þaðan sem sést til Heklu (bls. 107). Einnig er minnzt á
Vatnajökul (bls. 32). Önnur raunveruleg örnefni koma víst ekki
fyrir. Eftirtekt vekur að atburðir hefjast og þeim lýkur á sama
stað-bænum Brjóskholti. Ef til vill ruglar það lesandann að bær-
inn og fólkið þar hverfur úr sögunni frá og með öðrum kafla, en í
lok hennar birtist bærinn að nýju og nú sem heimkynni Sverris,
annarrar helztu söguhetjunnar. Sem leiksoppur hvatalífsins lend-
ir hann á þeim stað þar sem stef sögunnar var fyrst leikið og hlýtur
þar staðfestu. Og svo grátt hefur lífið þá leikið að minnsta kosti
sumar persónurnar að eftir lesturinn má taka undir orð Sten
Steensen Blicher: „Ó hvílík umbreyting!“
Varla er það ófyrirsynju að höfundur lætur atburði sem valda
upplausn og ringulreið í friðsælu umhverfi gerast á heimsstyrjald-
arárunum fyrri. Sagan hefst haustið 1914 (bls. 5-6) og að styrjöld-
inni er vikið tvisvar (bls. 83 og 119), annað tímatal er í samræmi
við þetta. Frá og með 12. kafla gerast atburðir árið 1915, í 24.
kafla 1916 og sögunni lýkur á hvítasunnudag í maímánuði 1917.
Innan þessara tímamarka verða þeir atburðir í lífi flestra sögu-
persónanna, einkum þeirra Sverris og Hrafnhildar, sem helzt
minna á þjáningu í styrjöld eða píslargöngu. En svo virðist þó
sem öllu ljúki með glaðri von um endurlausn eins og hvítasunnu-
hátíðinni hæfir. Þetta er þó einungis á yfirborðinu, því að friður
merkir ekki framar sættir og eindrægni, heldur ósigur og uppgj öf.
Sá sem söguna segir er hinn alþekkti sagnamaður í bók-
menntunum sem allt veit. Þegar í innganginum byrjarhann áhug-
leiðingum sínum og síðar verður hann aftur á vegi lesandans (bls.
11, 30), en annars lætur hann ekki sjá sig; hann skipuleggur at-
burðarás og fellir hana í kerfi, íhugar og gaumgæfir, brýtur heil-
ann, útlistar, ellegar þá spyr lesandann spurninga, stundum - en
sem betur fer sjaldan - eins og kennari með prik sitt til áherzlu.
Áþekkt og í gömlum hefðbundnum skáldsögum segir hann frá