Skírnir - 01.01.1986, Page 317
SKÍRNIR
UPPHAF ANNO 1935
313
hugrenningum sögupersónanna, tilfinningum þeirra og athöfn-
um, sjaldan er lýsingin ein látin nægja; lesandinn fær ekki að lesa
mikið milli línanna. Nýjungar sem m. a. höfðu rutt sér til rúms
annars staðar á Norðurlöndum - einkum sá frásagnarháttur sem
kenndur er við impressjónisma og þeir tileinkuðu sér meðal ann-
ars Jónas Lie og Hermann Bang - voru lítt þekktar á íslandi;
a. m. k. gætir þeirra ekki teljandi svo að séð verði.* Frásagnar-
hátturinn í „Bræðrunum í Grashaga“ hefði því við útkomu
bókarinnarþótt með litlu nýjabragði t. d. í Danmörku ogNoregi.
Áður hefur verið tekið skýrt fram að sagan er lýsing á hinum
innra manni, sálarlífinu, og telst það í sjálfu sér engin nýjung. Á
hinn bóginn er lýsingin á samleiknum milli hvata- og vitsmunalífs,
einkum viljakraftsins, miklu nútímalegri.
Innganginn að úrslitaátökunum milli Sverris og Ragnheiðar
mætti skoða sem inntak sögunnar í hnotskurn.
En hver veit um gang hins innra lífs allra þessara einstaklinga, sem lifa af-
skekktir í hinni hljóðu tilveru og stunda gegningar og þjónustu? Hver veit um
allar þær óskir og vonir, sem fæðast og deyja f sálum þeirra mitt inni í myrkri
vetrarins? Hver veit um ástir þeirra og um eld afbrýðiseminnar, sem stundum
getur blossað upp í brjóstum þeirra?
Þeir eru yfirleitt ákaflega fáir, sem vita um þetta, því að sveitafólkið er
venjulega fáskiptið og talar lítið um sínar eigin tilfinningar, og vegna þess er
tilbreytingaleysið á yfirborðinu jafn ömurlegt og það er. (Bls. 70).
Og ennfremur:
Annars átti hver einstaklingur á heimilinu sínar eigin tilfinningar og hugsanir,
dálítinn heim út af fyrir sig, óviðkomandi öllum öðrum. Slíkan einkahugsun-
arheim átti líka Ragnheiður ráðskona. (Bls. 82).
En annars sýnir sagan að þessu dulda lífi er einkum lifað í
hvötunum, eða tæpitungulaust í kynhvötinni. Áður en til úrslita
dregur milli Sverris og Ragnheiðar lætur hún þau orð falla svo að
*Helztu einkenni slíks frásagnarháttar er að höfundur lýsir ekki nákvæmlega
hverju atriði, heldur vinsar það úr sem mest áhrif hefur á skynjun hans. Hann
leitast við að leyna sér sem mest í verkinu, lætur sem minnst bera á samúð sinni
og andúð, lýsir í stað þess að segja frá. (Sjá nánar Hugtök og heiti í bók-
menntafrœði, Jakob Benediktsson ritstýrði, Rv. 1983, bls. 131-133.)