Skírnir - 01.01.1986, Page 322
Ritdómar
Arngrímur Jónsson
CRYMOGÆA
Þættir úr sögu íslands. Þrjár bækur.
Sögufélagið, Reykjavík 1985.
Rétt undir síðustu áramót gaf Sögufélagið út eitt höfuðrit íslenzkrar sagna-
ritunar, Crymogœu Arngríms Jónssonar, í þýðingu dr. Jakobs Benediktsson-
ar. Tekið skal undir þau orð Helga Þorlákssonar í formála að útgáfunni, „að
ekki sé vonum fyrr að þetta tímamótaverk Arngríms lærða, Crymogæa, sé
gert aðgengilegt öllum þorra íslenskra lesenda“.
Sagnaritun íslendinga má með nokkrum rökum skipta í fjögur tímabil. Hið
fyrsta stendur frá um 1100 fram á öndverða 15. öld, er söguritun fellur að
mestu niður fram að siðaskiptum, þá er annað tímaskeiðið hefst, sem stendur
fram um miðja 18. öld. Það einkennist annars vegar af séríslenzkum sögurit-
um og endurreisn hinnar fornu annálaritunar og hins vegar af áhrifum húman-
ismans, sem leiðir af sér mikla heimildasöfnun. Á seinni hluta tímabilsins
verða einnig miklar framfarir í heimildarýni, og sér þeirra nokkuð stað í
Kirkjusögu Finns Jónssonar. Hún ber að auki með sér fyrstu merki upplýsing-
arinnar, sem er að mestu ráðandi á þriðj a tímabilinu og stendur fram um 1840.
Á fjórða og síðasta tímabilinu, er nær fram á miðja þessa öld, gætir mikillar
heimildaútgáfu og áhrifa sjálfstæðisbaráttunnar á sagnfræðina, svo eitthvað sé
nefnt.
Það skal tekið fram, að skipting sögunnar í tímabil er ætíð nokkrum erfið-
leikum bundin, og á það sérstaklega við um sögu þjóðar okkar, sem er afar
sérstæð og gengur síður undir þær mælistikur stefna og isma, sem sagnfræðing-
ar í nágrannalöndunum nota á eigin sögu. Þó hafa þeir Jakob Benediktsson og
dr. Ingi Sigurðsson sýnt fram á í verkum sínum, að söguritun á íslandi á öðru
og þriðja tímabilinu slái að nokkru í takt við erlenda söguritun.
Sagnaritun íslendinga á öndverðri nýöld var lengi heldur lítill gaumur
gefinn, ef frá eru taldar útgáfur á ritum siðaskiptamanna á síðustu öld, svo og
nokkur heimildaútgáfa á fyrri hluta þessarar aldar. Líklega stafaði þetta hálf-
gerða sinnuleysi helzt af því, að þá og reyndar langt fram á þessa öld grófu þau
viðhorf um sig, að með nokkrum undantekningum þyldu bókmenntir og
sagnaritun eftir siðaskipti og fram á 18. öld engan samanburð við hinar fornu