Skírnir - 01.01.1986, Page 323
SKÍRNIR
RITDÓMAR
319
gullaldarbókmenntir, sem öðru fremur hrifu hugi manna og urðu þeim aflvaki
á tímum harðvítugrar sjálfstæðisbaráttu.
Vera kann, að einnig hafi það slegið ryki í augu manna, að á þessu fyrr-
greinda tímabili réð kirkjan nær allri bókaútgáfu í landinu, og fór mest fyrir
guðfræðiritum í anda lúthersks rétttrúnaðar, einkum þýðingum í bundnu og
óbundnu máli. Eigi að síður fá þar innan um að blómgast fagrar jurtir, s. s.
kveðskapur Hallgríms Péturssonar og magnaðar hugvekjur Jóns Vídalíns.
Þrátt fyrir þessa einstefnu í bókaútgáfu verður það augljóst öllum, sem vilja
sér kynna, að stuðningur við andlegar menntir kemur frá biskupsstólunum.
Þetta gildir sérstaklega um sagnaritunina, þegar Guðbrandur biskup kemur
Arngrími lærða af stað í sagnaritun, Brynjólfur biskup og Þorlákur Skúlason
gerast ötulir stuðningsmenn hennar og prófasturinn og biskupinn, þeir Hítar-
dalsfeðgar, Jón og Finnur, semja mikil sagnarit í lok tímabilsins.
Á þessari öld hafa einkum sinnt söguritun íslendinga eftir siðaskipti þeir
Páll Eggert Ólason (Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi), Jakob
Benediktsson (doktorsrit um Arngrím lærða og útgáfur á verkum hans ásamt
fjölda ritgerðaum skyldefni), ognú áseinniárum Ingi Sigurðsson (m. a. dokt-
orsrit um söguritun á upplýsingaröld og bók um söguritun íslendinga frá miðri
19. öld til miðrar20. aldar). Utan íslandsmásér í lagi nefna dönskufræðikon-
una Ellen Jörgensen (Historieforskning og historieskrivning i Danmark indtil
aar 1800).
í inngangi að þýðingu sinni rekur Jakob Benediktsson ævi Arngríms lærða,
sagnaritun hans, einkum það, sem snýr að Crymogæu, heimildir hans og sögu-
speki og áhrif verksins. Inngangur þessi er að mestu reistur á ítarlegri umfjöll-
un um Arngrím í doktorsriti þýðandans, sem birtist ásamt heildarútgáfu á
verkum Arngríms lærða í Bibliotheca Arnamagnœana IX-XII.
Ritum Arngríms má skipta í tvo flokka. Annars vegar deilurit, er ætlað var
að hnekkja óhróðursbókum, sem erlendir menn höfðu sett saman um ísland
og hins vegar sjálfstæð sagnarit. Þar stendur Crymogœa fremst og hefur mest
gildi og því eðlilegt, að hún yrði fyrir valinu til þýðingar.
í innganginum að þýðingunni bendir Jakob á þrjú meginatriði, sem eru öðr-
um fremur athygli verð, þegar Crymogœa og önnur sagnarit Arngríms eru
könnuð.
í fyrsta lagi er Crymogœa fyrsta heildarlandssagan, sem eftir Islending
liggur, og rituð frá sjónarhorni, sem samtímamönnum hans var allsendis
ókunnugt. Það gerir einmitt Crymogœu að tímamótaverki í íslcnzkri sögurit-
un; efnistök Arngríms, þegar hann greinir frá sögu þjóðarinnar, verða íslend-
ingum opinberun þess, að þeir hafi átt sjálfstæða, glæsilega menningu áður
fyrr, og það kann að hafa aukið þeim traust á sjálfum sér, er þrengingar næstu
áratuga fóru í hönd.
Annað meginatriðið í söguritun Arngríms eru hin sterku áhrif húmanism-
ans, sem Crymogœa er gagnsýrð af. Sést þetta bezt af verkum tveggja húm-
anista, Niels Krags og riti hans um stjórnskipan Spartverja, sem Arngrímur