Skírnir - 01.01.1986, Page 324
320
ÁRNI HERMANNSSON
SKÍRNIR
notar til samanburðar við stjórnhætti íslendinga, og Jean Bodins og kennslu-
bók hans í sagnaritun, en oftast er vísað til þess rits af fjölmörgum, sem Arn-
grímur tilfærir máli sínu til stuðnings. Ekki er heldur loku fyrir það skotið, að
Arngrímur hafi þekkt höfuðrit Bodins, Six livres sur la republique, eða haft af
því spurnir, en verk það var geysiútbreitt og Bodin löngum talinn aðalhöfund-
ur kenninga um guðsnáðareinveldið svonefnda. Hafi Arngrímur þekkt þetta
rit, er hugsanlegt, að skoðanir Bodins hafi sætt hann við einveldi Danakóngs,
því greinilegt er, eins og Jakob bendir á, að tvö ósættanleg öfl takast að
nokkru leyti á í Crymogœu. Annars vegar er um að ræða áherzlu Arngríms á
sjálfstæða réttarstöðu íslands, sem íslendingar nutu enn á dögum hans sam-
kvæmt Gamla sáttmála, og vissa samúð hans með Jóni Arasyni, sem bezt skýr-
ist á því, að Arngrímur þegir þunnu hljóði um baráttu hans, og hins vegar holl-
ustu Arngríms við danska konungsvaldið, sem hann átti allan sinn frama
undir.
Að síðustu er gildi Crymogæu og annarra sagnarita Arngríms fólgið í því,
að framtak hans leiðir af sér mikinn áhuga á íslenzkum fræðum og sögu og
opnar dönskum sagnariturum leið að íslenzkum heimildum, sem fram að
þessu höfðu verið þeim sem „terra incognita“. Það kemur einnig af stað
kapphlaupi um íslenzkar ritheimildir, og til íslendinga er næstu tvær aldir litið
sem hinna traustu heimildamanna um sögu miðalda á Norðurlöndum.
Crymogœa sver sig að mestu leyti í ætt við rit húmanista og 17. aldar sagn-
fræði í Evrópu. Sagnfræði er e. t. v. vafasamt að kalla mörg sögurit 17. aldar
manna, því að á söguritun var litið sem bókmenntir og krafa gerð til höfunda,
að þeir skrifuðu umfram allt læsilegan texta. Slíkt varð vitanlegaoft á kostnað
sagnfræðinnar sem vísindagreinar og undan þeim hefðum losnaði hún ekki
fyrr en á seinni hluta 18. aldar og á þeirri 19., er tekið var að kenna sagnfræði
við háskóla.
Sagnaritarar húmanismans og 17. aldarinnar héldu mjög á loft gagnsemis-
gildi sögunnar og lituþá oft til hinsforna sagnaritara Rómverja, Liviusar, sem
vildi leiða sína spilltu samtíð inn á réttar brautir með því að veita henni fróð-
leik um þær vammlausu hetjur, sem gerðu borgríki að heimsveldi. Þessa gætir
nokkuð í Crymogœu, t. d. er Arngrímur heldur því fram, að margt færi betur
í samtímanum, ef landsmenn virtu kirkj una sem fyrrum. Að vissu marki mætti
einnig heimfæra kenningar um gagnsemi sögunnar upp á aðra bók Crymogœu,
sem að mestu geymir útdrætti úr helztu Islendingasögunum, og er þar köppum
þeirra jafnað við höfðingja og konunga á Norðurlöndum, en hafa verður jafn-
framt í huga, að samtímamenn Arngríms trúðu hinum fornu sögum. En lík-
legra er, eins og Jakob bendir á, að samanburður þessi á innlendum og erlend-
um söguhetjum sé fremur gerður til að sýna fram á sjálfstæði íslendinga til
forna.
Viðfangsefnið í Crymogœu er að stórum hluta hið sama og hjá öðrum húm-
anistum. Lögð er áherzla á pólitískasögu, lögþjóðfélagsins, siði þessogstofn-