Skírnir - 01.01.1986, Síða 325
SKÍRNIR
RITDÓMAR
321
anir, og hefur Arngrímur sótt fyrirmyndir um efni til helzta átrúnaðargoðs
síns í söguritun, Jean Bodins.
Heimildarýni stóð ekki traustum fótum í söguritun Evrópubúa á 16. og 17.
öld, og má sjá það af ritum Arngríms, sem hefur ofurtrú á hcimildum sínum.
Gott dæmi þar um er rökleiðsla hans fyrir uppruna norrænna þjóða, þar sem
hann opinberar kenningu sína, æði sérkennilega, um þjóðflutninga og beitir
til rökstuðnings öllum lærdómi sínum og mælskubrögðum.
En þrátt fyrir skort á heimildarýni styðst Arngrímur að mestu, ólíkt mörg-
um samtímamönnum sínum, við frumheimildir um sögu íslands, og í því er
gildi söguritunar hans ekki hvað sízt fólgið.
Mikilvægt einkenni á Crymogœu (og öðrum sagnaritum húmanista) eru hin-
ar tíðu tilvísanir til annarra höfunda. Sá var háttur þeirra tíma, að höfundar
tíndu fróðleik sinn oft á tíðum hver upp eftir öðrum, en á þessu kunna einnig
að vera aðrar skýringar. Ekki væri fjarri lagi að álykta, að hér væri tilkomin sú
árátta miðaldamanna að vitna í „auctoritates", viðurkennda höfunda og
heimildamenn, eða e. t. v. er þetta angi af hinni fornu þrætulist, sem uppruna
sinn á í fornum ritum og lifir góðu lífi fram á 18. öld í dispútasíum við háskóla
í Evrópu. Jafntíðar eru tilvísanir í klassísk rit fornaldar. Húmanisminn var að
miklu leyti fólginn í að lesa rit hinna fornu höfunda, og heiminn og tilveruna
mátu húmanistar út frá viðhorfum Grikkja og Rómverja. Þessara viðmiðana
sér margoft stað í Crymogœu, en að vísu verður þess að geta, að tilvísanir
þessar kunna að vera þegnar úr seinni tíma verkum. Það leynir sér þó ekki, að
margir húmanistar tóku vart spor fram á við án þess að hafa í huga fornöldina,
sem þeir sóttu fyrirmyndir sínar til og var sá tími sögunnar, er þeir fengust
hvað mest við. Þetta kann svo að vera enn ein sönnun þess, hversu þýðingar-
mikil þekking á menningu og sögu fornaldar, einkum Grikkja og Rómverja,
er öllum þeim, sem við sögu seinni alda fást.
Latína var sem kunnugt er aðalritmál Evrópubúa um aldir. Talsvert er skrif-
að á latínu á fslandi á 17. og 18. öld, og margir íslendingar voru miklir latínu-
hestar, s. s. Magnús í Laufási, Brynjólfur Sveinsson og Páll Vídalín. Af þeim
ritar Brynjólfur biskup tyrfnast, og eru t. d. kvæði, sem eftir hann liggja, nær
óskiljanleg. Húmanistarnir, sem stóðu föstum fótum í hinni fornklassísku
menningu, settu á oddinn kröfuna um, að höfundar líktu sem mest eftir
klassískri latínu, og gekk það að vonum misjafnlega. Enn verður að hafa í
huga, að sagnaritunin var ekki skilin frá bókmenntunum, og því stofnuðu
húmanistarnir ekki virðingu sinni á stílsviðinu í hættu, svo sem með því að
vera með nákvæmar tilvísanir eða greina eftirheimildir frá frumheimildum.
Ahrif stílkröfunnar koma nokkuð fram í Crymogœu, þegar heimildir eru
endursagðar eða þýddar (t. d. ræður). Latínan víkur ekki úr sæti eða Iagar sig
að texta þeim, sem þýddur er, og fremur er beitt umorðunum en nákvæmu
orðalagi. Þýðingar eða útdrættir gefa því ekki til kynna nema að vissu marki
frumtexta t. d. handrita, sem Arngrímur notar sem heimildir. Retórísk stíl-
brögð eru þó ljósari í déiluritum Arngríms en í Crymogæu. Þessi krafa um stíl
21 — Skírnir