Skírnir - 01.01.1986, Síða 326
322
ÁRNI HERMANNSSON
SKfRNIR
setur Arngrím oft í vanda, og hann verður að smíða eða finna latnesk heiti yfir
íslenzk orð.
Er fram kemur á 18. öld, hverfa höfundar nokkuð frá hinni ströngu kröfu
húmanismans og síðasti íslendingurinn, sem ritar umfangsmikið latínurit,
Finnur Jónsson biskup, segir í formála að Kirkjusögu sinni, að hann hafi frem-
ur kosið „að latneskur búningur lagaði sig að íslenzkum líkama en líkaminn
samhæfðist búningnum".
Af Crymogœu má sjá, að Arngrímur hefur ekki verið mikill stílisti, en erfitt
er að dæma hann út frá því verki einu saman. Þar þurfti hann að fara nýjar
leiðir og hafði fátt eitt til að styðjast við, og tilgangur verksins er annar en
deiluritanna, þar sem klassískra stílbragða gætir fremur.
Eigi að síður sýnir Arngrímur nokkra tilburði í þessa átt, og latínan á Cry-
mogæu er á köflum æði snúin. Því skemmtilegra er að sjá, hversu vel Jakob
þýðir, en heldur þó að mörgu leyti stíl og einkennum, sem á máli Arngríms
eru. Við öðru var nú vitanlega ekki að búast af Jakobi. Texti Arngríms verður
í meðförum hans jafn læsilegur sem snjallar þýðingar hans á gamanyrðum
Holbergs og beittum tilsvörum Millers.
Ekki verður svo skilið við stíl og málfar, að ógetið sé hins merkasta. Arn-
grímur varar fyrstur fslendinga við óæskilegum áhrifum erlendra mála á ís-
lenzka tungu. Og eins og Jakob hefur sýnt fram á (í grein í Afmælisriti til Alex-
anders Jóhannessonar), var þessum fyrsta málvöndunarmanni íslendinga full
meining með orðum sínum. Það er því ekki úr vegi, nú á tímum veizluhalda
til verndar tungunni, að tilfæra ábendingar Arngríms til samtímamanna hans,
að þeir haldi tungu sinni óspilltri: „Til þess að varðveita hreinleika hennar get-
um vér einkum stuðst við tvö atriði: annarsvegar handritin sem varðveita forn-
an hreinleika tungunnar og glæsilegan stíl, hinsvegar lítil samskipti við útlend-
inga. En ég vildi að landar mínir nú á dögum bættu við hinu þriðja, það er að
þeir öpuðu ekki eftir Dönum eða Þjóðverjum í ræðu og riti, heldur Ieituðu sér
fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmáls síns, sem á nóg af henni, og beittu
til þess vitsmunum og lærdómi; þá yrði minni hætta á breytingum tungunnar
framvegis, en að öðrum kosti mundi ekki þurfa samskipti við útlendinga til
þess að spilla tungunni" (bls. 104-105).
Þegar ræða skal áhrifin af Crymogœu og söguritum Arngríms lærða, liggur
sumt í augum uppi, en annað ekki. Erfitt er að henda reiður á beinum áhrifum
söguritunar hans á einstök sögurit, sem samin eru eftir tíma hans og fram að
upplýsingunni (um 1770), því fæst þeirra hafa verið könnuð vísindalega.
Áhrifin á heildarþróunina í sagnarituninni hérlendis og í Danmörku eru mun
augljósari.
Arngrímur ræðst í söguritun á þaníi hátt, að ekki á sér fordæmi á íslandi, og
störf hans valda þáttaskilum í sagnaritun á íslandi og í Danmörku. Mikil heim-
ildasöfnun hefst í báðum löndunum, jafnvel kapphlaup um handrit á íslandi,
og áhugi á sögu fer vaxandi. Og á íslandi er meira að segja ráðizt í útgáfur á
fornritum. Fremsti handritasafnarinn, Árni Magnússon, verður fyrir áhrifuní