Skírnir - 01.01.1986, Síða 327
SKÍRNIR
RITDÓMAR
323
af frönskum sagnfræðingum um aldamótin 1700, en þeir tóku að gera kröfur
til sagnfræðilegra vinnubragða, og margir Danir og íslendingar gerast hásetar
á fleyi aukinnar heimildarýni, sem Árni ýtir úr vör á fyrstu tugum 18. aldar.
Danska fræðikonan Ellen Jörgensen, sem mikið hefur kannað söguritun í
Danmörku á 17. og 18. öld, er á þeirri skoðun, að framlag íslendinga, fyrst
heimildasöfnun og síðan vinnubrögð þeirra, valdi þáttaskilum í danskri sögu-
ritun og skipti þar sköpum fram alla 18. öld.
Brezki sagnfræðingurinn Denys Hay hefur í riti, sem hann nefnir Annála-
höfundar og sagnfræðingar (Annalists and historians), fært nokkur rök að því,
að strax á 15. öld megi marka nokkur skil í evrópskri sagnaritun að því leyti,
að annars vegar sé um að ræða einhvers konar alþýðleg sagnarit, og hins vegar
sagnarit, er höfði fremur til lærðra manna og sé þar megin-viðfangsefnið upp-
runi og þróun þjóða svo og talsverð áherzla á heimildasöfnun. Hann telur
einnig, að þessar tvær hefðir séu nokkuð augljósar í sagnarituninni á 16. og 17.
öld, en renni aftur á móti saman á 18. öld í ritum sagnfræðinga á borð við
Edward Gibbon.
Ekki virðist fráleitt að ætla, að þessarar þróunar gæti að nokkru á íslandi á
17. og 18. öld. Sem dæmi um alþýðlega sagnaritun mætti nefna annála og ævi-
sögur, en um lærða sagnaritun rit Arngríms lærða, Þormóðs Torfasonar og
líklega Finns Jónssonar. En með samanburði þessum verður að reka nokkra
varnagla s. s. þá, að á íslandi á annálaritunin sér fornar hefðir að styðjast við,
aukinn áhugi á fornritum hefur augljóslega áhrif á sagnaritun, og á 18. öld set-
ur aukin heimildarýni og áhrif af textafræði mark sitt á sagnaritunina. Sé svo
að síðustu tekið dæmi um, að þessar fyrrgreindu hefðir renni saman, má til
dæmis nefna rit Hannesar Finnssonar biskups, Mannfœkkun afhallærum, sem
er meðal fyrstu vísindarita á íslandi sem ætlað var þorra manna.
í innganginum að Crymogœu gerir Jakob nokkra grein fyrir prentsögu rits-
ins og útbreiðslu og telur, að það hafi ekki selzt mjög ört. Þá er talið (K. Kaa-
lund í Arkivförnordisk filologiXXIII), að Arngrímur sjálfur hafi ábyrgzt 200
eintök af fyrstu prentun ritsins, og ekki er ólíklegt, að nokkur þeirra hafi bor-
izt til íslands. Því má ætla, að á fyrri flokkinn hafi áhrifin verið óbein, þ. e.,
að skoðanir og tök Arngríms á sögunni hafi fremur síazt inn í sögurit með
lærðum mönnum, þó frá þessu séu væntanlega undantekningar.
Á seinni flokkinn eru áhrifin meiri og líklega einna mest á Kirkjusögu Finns
Jónssonar, síðasta stórvirkið, sem ráðizt er í á fyrrgreindu tímabili. Greinilegt
er, að Finnur hefur haft mikil not af Crymogœu og öðrum ritum Arngríms.
Hugtök og heiti hefur hann að mestu fengið hjá Arngrími, efnistök að nokkru
leyti (einkum hvað varðar stjórnmálasöguna), svo og vitanlega fyrirmyndir að
því að semja heildarþjóðarsögu. En þó Kirkjusagan sé grein á sama meiði og
Crymogœa, eru greinilegar framfarirnar frá 1600 fram að 1770. Heimildarýni
er á mun hærra stigi, guðfræðilegri söguskýringu hefur verið hafnað (þó hún
liggi á yfirborðinu í verki Finns), viðfangsefnið er margbreytilegra, rými er
varið til túlkunar heimilda og skynsemisviðhorf vinna á.