Skírnir - 01.01.1986, Side 328
324
ÁRNI HERMANNSSON
SKÍRNIR
Útgáfan á Crymogœu er Sögufélaginu öll til sóma. Frágangur er allur góður,
letur skýrt á góðum pappír, myndir eru til prýði, og prentvillur fann ég engar.
Ekki er þáttur Jakobs minni, inngangur hans, þýðing og skýringar, enda
fróðastur manna um tíma Arngríms lærða. Einstaka atriðum er sleppt í þýð-
ingunni, og eru flest minni háttar, nema að endursagnir einstakra íslendinga-
sagna í annarri bókinni eru felldar niður. Frá söguspekilegu sjónarhorni eru
þær nokkuð athyglisverðar, en skiljanlegt er, að útgefendur hafi valið þá leið
að sleppa þeim, því þær bæta í engu við þekkingu manna á íslendingasögun-
um.
Latína, móðir flestra Vestur-Evrópumála og lykillinn að menningu þeirra,
tekur nú að verða sem hebreska í augum íslendinga. Latínunni hefur af lítilli
skynsemi verið varpað út úr íslenzka skólakerfinu að mestu, en alls konar
hjávísindi, sem fyrr voru kjöldregin, færast upp í brúna. Meðan ekki verður
gerð á þessu bragarbót, bíða söguvísindi þess með óþreyju, að öðru höfuðriti
íslenzkrar sagnaritunar, Kirkjusögu Finns biskups, verði snúið á íslenzka
tungu.
Árni Hermannsson
ÁSGEIR JAKOBSSON
EINARS SAGA GUÐFINNSSONAR
Skuggsjá 1978. Endurprentun 1985.
Frásagnir af lífshlaupi einstaklinga, sem á einhvern hátt hafa skarað fram úr,
eða vakið athygli samferðamanna, hafa lengi verið vinsælt lestrarefni með ís-
lendingum, og þó aldrei sem nú hin síðari ár. í daglegu tali eru slíkar frásagnir
kallaðar œvisögur, en eru þó í raun ýmissar gerðar. Hreinar œvisögur, þar sem
rithöfundur eða fræðimaður skráir sögu tiltekins manns eftir heimildum,
munnlegum eða rituðum, endurminningar, ýmist skráðar af sögumanni
sjálfum, eða öðrum aðila, sem festir frásögn sögumanns á blað, eða í þriðja
lagi blanda af hvoru tveggju, og leitar þá söguritarinn heimilda, en styðst þó
við frásögn þess, sem sagan greinir frá, í veigamiklum atriðum.
Einars saga Guðfinnssonar er af þriðju og síðustu gerðinni. Ásgeir Jakobs-
son hefur víða leitað fanga í munnlegum og rituðum heimildum og byggir
langa kafla á þeim, en meginuppistaðan í sögunni er þó frásögn Einars sjálfs
af ævi sinni og athöfnum.
Saga Einars Guðfinnssonar er um margt ævintýri líkust. Hún er saga
manns, sem ólst upp við lítil efni, komst ungur til mannaforráða, réðist í út-
gerð og verslun í litlu sjávarplássi vestur á fjörðum og rak hin síðari ár eitt
stærsta og myndarlegasta fyrirtækið í íslenskum sjávarútvegi.
Einar Guðfinnsson var af traustum vestfirskum og norðlenskum ættum. Afi