Skírnir - 01.01.1986, Page 330
326
JÓN P. PÓR
SKÍRNIR
unum, sjósókn lagðist niður í mörgum gömlum verstöðvum og sumar þeirra
fóru í eyði.
I Bolungarvík var hafnaraðstaða lítil sem engin er Einar Guðfinnsson flutt-
ist þangað og lengi fram eftir héldu Bolvíkingar uppi útgerð með sama hætti
og þeir höfðu gert öldum saman, með því að setja báta sína á sjálfum sér dag
hvern. Virðast þrjú atriði einkum hafa valdið því að ekki fór eins fyrir Víkinni
og fjölmörgum öðrum verstöðvum á þessum árum. í fyrsta lagi má nefna, að
staðurinn lá, eins og jafnan áður, einkar vel við bestu fiskimiðum við Vestfirði
og því var sókn þaðan hagkvæmari en ella. í öðru lagi var plássið svo stórt, er
hér var komið sögu, að lítil hætta var á eyðingu þess. Síðast en ekki síst ber þó
að nefna fádæma dugnað Bolvíkinga og seiglu við hafnargerð. Saga hafnar-
gerðarinnar, og þó einkum brimbrjótsins, er sögð til nokkurrar hlítar á þessari
bók og hlýtur hún að vekja bæði undrun og aðdáun allra, sem hana lesa. í
þeirri sögu átti Einar Guðfinnsson mikinn þátt.
Útgerðar- og starfssaga Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík er mikil bar-
áttusaga. Þriðji áratugurinn reyndist Bolvíkingum erfiður eins og flestum ís-
lenskum sjávarplássum öðrum, og ekki tók betra við í kreppunni. Á þeim
árum stækkaði Einar þó flota sinn og kom það honum í hag, er élinu létti. Á
stríðsárunum og eftir stríðið fór flest að ganga betur og hafði Einar þá jafnan
mörg járn í eldinum. Er einkar fróðlegt að lesa sögu hinnar miklu og marg-
þættu atvinnuuppbyggingar hans og sona hans, en henni eru góð skil gerð.
í upphafi bókarinnar lætur Ásgeir Jakobsson þess getið að hér sé á ferð saga
Einars Guðfinnssonar en ekki Bolungarvíkur, ritið sé persónusaga en ekki
byggðasaga. Þessu formi er tryggilega haldið út bókina, en því er þó ekki að
neita, að svo mikinn þátt sem Einar hefur átt í vexti og viðgangi Bolungarvík-
ur,ferekki hjáþví aðsagahans verði, öðrumþræði a. m. k., sagabyggðarlags-
ins og fólksins, sem þar bjó samtíða honum. Mikill hluti Bolvíkinga vann hjá
Einari og átti lífsafkomu sína undir fyrirtækjum hans, og störf Einars voru
hreint ekki takmörkuð við atvinnureksturinn. Hann tók virkan þátt í félags-
málum, sat í hreppsnefnd í þrjá áratugi og í sýslunefnd í 37 ár, auk annarra op-
inberra trúnaðarstarfa.
Öllu þessu eru gerð skil, og lætur þá að líkum, að fjölmargra samferða-
manna og samstarfsmanna er við getið, þótt í misjafnlega löngu máli sé. Er þó
vitaskuld gerð ýtarlegust grein fyrir fjölskyldu Einars.
Eins og frá var greint í upphafi er Einars saga Guðfinnssonar blanda endur-
minninga og ævisögu. Þeim góða sið er haldið bókina í gegn, að bein frásögn
Einars er einkennd með gæsalöppum og eiga því lesendur hægt með að sjá,
hvar hann er sjálfur til frásagnar. Er þó ljóst, að margt hefur Einar lagt skrá-
setjara til, þótt úr því hafi verið unnið og við bætt með öðrum heimildum.
Frásögn Einars er öll einkar skýr og skilmerkileg og sú aðferð, sem hér er
viðhöfð, að nota frásögn hans sem uppistöðu í verkinu, en auka síðan við eftir
föngum úr öðrum áttum hefur óneitanlega tekist vel. Ásgeir Jakobsson gjör-
þekkir sögusviðið og alla sögu Einars og fáir þeirra, sem nú um stundir fást við
að setja saman bækur sögulegs eðlis eru betur heima þegar rætt er um sjósókn