Skírnir - 01.01.1986, Page 332
328
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
Peter Cahill
DUGGALS LEIÐSLA
Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík 1983.
Á síðasta ári var gefin út skrá um útgáfur þýddra riddara sagna og annarra
sams konar sagna sem sannlega voru samdar fyrir siðaskipti. Þegar þýddar
riddara sögur eru athugaðar sést, að um og eftir miðja síðustu öld og fram um
aldamót voru sögur þessar gefnar út eftir handritum og rannsakaðar. Á fyrri
hluta þessarar aldar var þessum ritum lítið sinnt, en um 1960 hefjast útgáfa og
rannsóknir á þessum sögum að nýju og stendur það rannsóknaskeið enn.
Svipaðan vöxt má sjá í útgáfum og rannsóknum á öðrum greinum þýddra
norrænna bókmennta. Orsakir fyrir þessum aukna áhuga á þýddum bók-
menntum eru margar. Ekki síst mun orsökin vera sú, að nú er vaxandi áhugi
á miðaldafræðum og sögu í okkar heimshluta. Hefur það orðið til þess að
áhugi hefur einnig aukist mjög á íslenskum miðaldabókmenntum og hefur af
þeim sökum margt verið ritað um þær um víða veröld. Einnig hafa markmið
rannsókna breyst; í stað þess að líta á íslenskar fornbókmenntir sem einangr-
aðar frá bókmenntum annarra þjóða, hefur verið farið að líta á þær sem hluta
af bókmenntum þessa heimshluta á þeim tímum, sem þær voru samdar. Þetta
hefur haft það í för með sér, að rannsóknir hafa beinst að þýddum ritum meir
en áður. Á Islendinga sögur, konunga sögur og önnur frumsamin rit er nú litið
í samhengi við aðrar evrópskar bókmenntir.
Rit það sem hér er tekið til stuttrar umræðu er af þeim flokki rita, sem lítillar
hylli nutuáfyrri hluta þessarar aldar, þ. e. kirkjulegrarita, en þeim hefurlítið
verið sinnt á þessari öld. Ritið var gefið út af Englendingnum Peter Cahill.
Áður hafði þetta rit einu sinni verið gefið út í heild af Norðmanninum C. R.
Unger árið 1877 í safni rita, sem hann nefndi Heilagra manna sögur, en sami
útgefandi gaf á sama áratug einnig út Maríu sögu og Postula sögur. Alls eru
þessar bækur um hálft fjórðaþúsund síður. Nýjar útgáfur hafaekki leyst þess-
ar gömlu bækur af hólmi nema að mjög takmörkuðu leyti, enda hefur eins og
áður sagði áhugi á þessum bókmenntum verið fremur takmarkaður lengst af
síðan.
Eins og venja er með útgáfur sem þessar skiptist ritið í tvo meginkafla: inn-
gang og texta. Fyrri hlutinn, inngangurinn er 100 síður, en textar Ieiðslunnar
eru rúmlega 100 síður og aftan við er ensk þýðing þeirra. Aftast eru loks
nafnaskrár og myndir af síðum úr handritum, sem eru til mikilla bóta en vant-
ar ótrúlega oft.
Bókin hefst á lýsingu allra fimm handrita sem Duggals leiðslu varðveita. Öll
eru þessi handrit óheil og aldrei eru varðveittir fleiri en 4 textar af sama stað
og niðurlag vantar alveg í íslensku þýðingunni. Mest áhersla er lögð á lýsingu
skriftar, styttinga, málfars og stafsetningar, en annars eru kaflaskil í inngangi
alls staðar óþarflega óljós. Þegar öllum handritum hefur verið lýst er fjallað