Skírnir - 01.01.1986, Page 333
SKÍRNIR
RITDÓMAR
329
um skyldleika handritanna á grundvelli mismunandi leshátta og er niðurstað-
an sú, að ekkert þessara handrita er skrifað eftir öðru sem enn er varðveitt.
Verður einnig að gera ráð fyrir jafnmörgum glötuðum handritum í ættarskrám
sem útgefandi setur upp, en í slíkum skrám er vitanlega sleppt handritum, sem
ekki er hægt að sanna að hafi verið til. Handritin hefðu getað verið fleiri. Rétt
er að minna á, að Duggals leiðsla er til í fleiri handritum en margar íslendinga
sögur. Harðar saga t. d. er aðeins til heil í einu skinnhandriti, en upphaf styttri
gerðar sögunnar er til í skinnbókarbroti. Aftur á móti eru til um 40 pappírs-
handrit, sem öll eru komin af heila skinnhandritinu. Þessar uppskriftir hófust
um miðjan fyrri hluta 17. aldar og héldu áfram fram um síðustu aldamót.
Uppskriftir á pappír af Duggals leiðslu eru aðeins þrjár og virðast allar gerðar
í fræðilegum tilgangi á 18. öld. Þessi dreifing handrita af hvoru riti er mjög
íhugunarverð og einkennandi fyrir hvora bókmenntagreinina um sig og sýnir
að áhugi á kaþólskum ritum hefur verið takmarkaður síðan um siðaskipti.
Seinni meginhluti inngangsins fjallar um þýðinguna, en eins og flest önnur
forn kirkjuleg rit er Duggals leiðsla þýdd úr latínu. Útgefandi segir þar að
hann hafi upphaflega áætlað að hafa þar skrif um Duggals leiðslu, en nýlega
hefði verið gefið út mikið rit um hana og leiðslur almennt og þess vegna hefði
hann sleppt því, enda eðlilegra að fjalla um þýðingu ritsins en latneska
textann. Undir þetta ber að taka, en þó hefði vart sakað alvarlega að hafa fá-
einar línur um latneska textann, aldur hans og uppruna, því að fáum er sú
viska tiltæk.
Fyrst er rætt um aldur þýðingarinnar og er niðurstaðan sú, að Duggals
leiðsla hafi verið þýdd á ríkisstjórnarárum Hákonar gamla á árunum 1217--
1263. Það er fremur líkleg niðurstaða, en um 1200 blómstraði áhuginn á þess-
ari bókmenntagrein, og eðlilegt að þá væru þýdd rit eins og Duggals leiðsla.
Annars væri rík ástæða til að taka til athugunar leiðslur í íslenskum ritum,
þyrfti þá m. a. að athuga hvað fyrri tíma menn töldu vera leiðslur. Höfundur
þessa spjalls hefur vikið að þessu lauslega á einum stað (Gripla IV. 1980, bls.
153-155). Einnig er ástæða til að ætla að trú á leiðslur hafi lifað hér lengur en
í nálægum Iöndum og finnst slíkt efni í þjóðsagnasöfnum og þá stundum í
formi drauma.
Meginhluti þessa kafla er annars um hvernig latneski textinn er þýddur og
eru þar kaflar um viðauka, úrfellingar ásamt athugunum á ýmsum atriðum í
málfari. Loks er stuttur orðalisti en látið nægja að hafa þar orð um kvalir og
pyntingar. Það er tvöfaldur orðalisti, fyrst latnesk-íslenskur og síðan íslensk-
latneskur. 1 viðauka er greint frá biblíutilvitnunum í Duggals leiðslu.
Efni leiðslunnar er frásögn af manni, Duggal, sem fer úr líkamanum og sér
sálin minnilegar píslir annars heims, en fer síðan aftur í líkamann og segir frá
því sem hún sá.
Við útgáfu textans er farin sú leið að prenta texta hvers handrits fyrir sig og
hafa alla texta á sömu síðu. Neðst er latneski textinn og undir lokin er hann
einn prentaður, því að þar er ekkert handrit íslensku þýðingarinnar varðveitt.