Skírnir - 01.01.1986, Page 334
330
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
Hér vitum við sögulokin, þar sem ritið er þýtt úr latínu. Aftan við útgáfuna er
ensk þýðing á Duggals leiðslu og einnig þeim hluta hennar sem ekki er varð-
veittur á íslensku.
Pegar útgáfur sem þessar eru athugaðar vaknar sú spuming, hvort ekki sé
rétt að hyggja að þeim tillögum sem fram komu á Fomsagnaþinginu á Hels-
ingjaeyri í fyrra, þ. e. að koma á samræmingu á frágangi á textaútgáfum. Ég
hygg að það gæti orðið útgefendum og lesendum til hjálpar og leiðbeiningar,
þótt það þurfi ekki að vera algjörlega ófrávíkjanlegar reglur.
Annars verður að segja um þessa útgáfu í heild, að hún virðist á allan hátt
vönduð og þau atriði, sem hér hefur verið minnst á og sagt að betur mættu fara
eru smávægileg. Ástæða er til að fagna útkomu bókarinnar og betra væri að
stunda fræðin, ef allir textar væru útgefnir sem þessi.
Er eitthvert gagn að útgáfu sem þessari? Því verður að svara játandi. Text-
inn hjá Unger er ónákvæmur og að auki er aðeins eitt handrit gefið út og orða-
munur ófullkominn og villandi. Útgáfa Ungers er með samræmdri stafsetn-
ingu svo að hún er þar af leiðandi ekki nothæf fyrir málfræðinga. Gagnlegt er
mjög að hafa enskaþýðingu áöllum texta leiðslunnar. Sumir vilja eflaust segja
að ekki sé þessi útgáfa fremur en aðrar stafréttar fyrir almenning. Rétt er það
enda eru þessar útgáfur ekki til þess ætlaðar, en án stafréttra útgáfna væri ekki
hægt að gefa út nothæfar útgáfur með samræmdri stafsetningu. Útgáfur og
rannsóknir sem þessa notuðu útgefendur íslendinga sagna hjá Svart á hvítu
við nýkomna útgáfu sína, svo að þar er texti víða betri en áður. Stafréttar
textaútgáfur eru grundvöllurinn, ekki aðeins fyrir aðrar útgáfur heldar allar
aðrar rannsóknir, bókmenntalegar, málfræðilegar, stílfræðilegar og svo fram-
vegis. Ég minnist lengi athugunar á uppruna texta, sem reyndist della af því að
hún grundvallaðist á prentvillu, og þar var aðeins einu t ofaukið.
Einar G. Pétursson
Einar Kárason
GULLEYJAN
Mál og menning 1985.
Það hefur alltaf verið eitthvað skáldlegt við braggahverfi í vitund manns sem
ekki þekkir þau nema af afspurn, sem hluta af sögulegri fortíð. Kannski stafar
hinn skáldlegi ljómi af því einu að Steinn Steinarr og fleiri listamenn bjuggu
einhvern tíma í slíkum húsum. Það eitt er stundum nóg til þess að bregða birtu
yfir liðna tíð, sem í reynd var kannski allt annað en björt. Það er því kannski
undarlegt að braggahverfi verða ekki með beinum hætti uppistaða í skáldsög-
um fyrr en í eyjum Einars Kárasonar. Þarsem Djöflaeyjan rís kom út 1983 og
í kjölfarið sigldi Gulleyjan, sem kom út 1985 og jók enn töluverðan hróður
höfundar.