Skírnir - 01.01.1986, Page 336
332
PÁLL VALSSON
SKÍRNIR
Stundum vakna ég .. . nei, stundum opnast augun um nótt, augnlok-
in lyftast einsog þau séu dregin upp, og föl birta streymir inn í svefninn
eða drauminn, hönd mín á koddanum kviknar einsog af öðru lífi,
þrútnar fyrst og blároðnar, hörundið springur og litverpist og svo er
einsog það morkni og þorni, flettist, skreppi saman; oghvít beinin taka
að gægjast út og þá skil ég hvað er að gerast og reyni að æpa en þá er
tungan stirðnuð og ég finn helkuldann í höfuðbeinunum og eilíft kalt
myrkrið tyggja mig í moldina . . . og þótt ég vakni er það aldrei nema
til hálfs uppúr þessum . . .
Þessi drungalega dagbókarfærsla hefur líka í sér fólgna forspármerkingu,
sem skilst þegar þeir atburðir hafa gerst. En þær eru öllu fjölbreyttari, þótt
kannski megi að því finna að dagbækur Daníels hefðu mátt fá meira rými í
ljósi þess hversu vel tekst til. Til dæmis í hinni dæmigerðu jóladags umsögn
Danna:
Það sem eyðileggur fyrir manni jólin er þegar allir þurfa að kyssast
klukkan sex. Ég veit að það kvíður fleirum fyrir þessu en mér, sem
kvíður fyrir þessu allt árið. Ég verð kaldur á höndunum og finn hrollinn
koma í mig þegar klukkan er að verða, svo talar enginn saman síðustu
tíu mínúturnar og svo slær klukkan í útvarpinu og maður veit það er
ekkert sem maður getur gert nema harka af sér. Ég reyni alltaf að byrja
á krökkunum einsog allir aðrir og þá reyna allir að brosa og láta sem
ekkert væri. Svo er kannski allt í lagi með Badda ég held að honum
kvíði ekkert fyrir því hann er alltaf svo cool og leggur bara kinnina upp
að kinninni á manni og smellir af með vörunum. Ég reyndi þetta einu
sinni þegar ég var að kyssa Dollí systir sem mér kvíður alltaf mest fyrir
að kyssa en ég fann þá að þetta var svo óeðlilegt og hún fann að ég var
bara að stæla Badda sem er allt öðruvísi, svo að þegar ég hafði roðnað
allur reyndi ég að bjarga þessu með því að þykjast bara hafa verið að
leika mér og þurfti þá að kyssa hana aftur og ég get ekki einu sinni
skrifað um þetta.
Þessi tilvitnun sýnir líka einn af stærstu kostum bókarinnar, en sá er innlifun
höfundar ognæmi hans á mikilvægi smáatriða. Persónulýsingarnar einkennast
af hlýju og ræktarsemi; hver einasta persóna fær að njóta sín og sitthvað er
með hana gert. Því Einar er drjúgur við að finna þá drætti sem gera persónur
að lifandi verum. Fyndni hans nýtur sín líka til fullnustu þegar hann lýsir sér-
kennum hvers og eins.
Og persónusafnið er litríkt þó Danni sé minnisstæðastur. Eða ætti maður að
segj a Frank Daníel Levine, því Einar á einnig sameiginlega með höfundum f s-
lendingasagna mikla ástríðu til nafna. Hér heita menn Bjarni Heinrich
Kreutzhage, Grettir Ásmundarson, Þórgnýr, Gríma, Arnkell, Gíslína,