Skírnir - 01.01.1986, Page 337
SKÍRNIR
RITDÓMAR
333
Snjólfur og Hvera-Gerður. Nöfn sem verða órjúfanlegur hluti af persónulýs-
ingu viðkomandi. Einar smjattar á nöfnunum og í meðförum hansfá þau þýð-
ingu, þau merkja eitthvað ein og sér og er það útaf fyrir sig talsvert afrek fyrir
einn sagnamann.
En þær eru margar kostulegar persónurnar sem stíga fram á fjörugar síður
þessarar eyju sem Einar kennir svo tvírætt við gull. Þar ber fyrst að nefna
Badda, bróður Daníels sem er fulltrúi þess töffaraskapar sem heldur innreið
sína í tiltölulega kyrrlátt þorpssamfélag þegar amerísk menning blandast ís-
lenskri. Baddi er ekki eins margslungin persóna og Daníel; hann er frekar
holdgervingur ákveðins andrúmslofts. I honum kristallast innreið amerískrar
menningar; slangur og rokkfrasar; Elvis Presley.
Lína spákona og Tómas smákaupmaður eru líka vel gerðar persónur og það
gerist sjaldan sem iðulega gerist í framhaldsbókum, að endurtekningar ríði
frásögn og persónum á slig. Einar hefur nefnilega gert sér glögga grein fyrir
þróun hverrar persónu og náð að dýpka þær, eins og fyrr var minnst á. Besta
dæmið er mágur þeirra Badda og Danna, Grettir sonur Gambra-Munda. Litli
hórkallinn, húmorslausi stritarinn sem kemst næst því að tjá sigmeð upphróp-
uninni djöh! Hann fær meira rými í Gulleyjunni og er því ekki illa varið.
Það er athyglisverð menningarskilgreining, (og trúlega rétt) sem kemur
fram í Gulleyjunni, að rokkmenningin hafi verið alþýðumenning þessa tíma.
Ungir alþýðumenn hættu að sækja fyrirmyndir sínar til yfirstéttanna; ríka
fólksins. Miklu frekar fóru ríkir pabbadrengir, eins og Jakob Tryggvason
(Bóní Móróní) í sögunni, að leita niður á við eftir fyrirmyndum. Það komst í
tísku að vinna á eyrinni og klæðast slitnum gallabuxum. Alþýðudrengir urðu
fyrirmynd auðmannasona og öskubílstjórinn stjarna. Frumleg sýn á samtíma-
söguna og hæpið að sagnfræðingar allir hafi skilið tímana á þennan hátt, enda
getur skáldskapurinn oft komist nær sannleikanum en öll heimsins sagnfræði
þótt eðli hans sé vissulega annað.
Og öllu er þessu lýst af einskærri frásagnargleði og fjörugri fyndni. Einar er
sagnamaður fyrst og fremst, það fer ekkert á milli mála og þótt sagan sé hnituð
í allri uppbyggingu þá er hún velheppnuð ekki síst fyrir þá sök að Einar leyfir
sér að spinna að vild. Smáatburði eða sérkenni gerir hann oft að heilmiklum
þáttum með tilheyrandi lýsingum. Eins og þegar að Gamla húsinu er sótt af
borgaryfirvöldum í lokin og upp kemur hvort fjölskylda Línu spákonu eigi að
verjast. Hjá höfundi kviknar hugmynd um aðför og brennu í frægri sögu og þá
fer spuninn af stað:
. . . Nú tekur allt húsið að loga ... Konum er leyfð útganga, og kannski
mistekst þá einhverjum karlmanni að laumast út með þeim í kvenföt-
um; Snjólfi frænda eða einhverjum . . . En auðvitað neitar Lína að yfir-
gefa húsið, ung var hún Tomma gefin, og sveininn Bóbó ber hún til
hvílu sinnar. Kaldhæðinn, glottandi og æðrulaus myndi Baddi verjast
í bálinu, og þegar menn hyggja alla í Gamla húsinu dauða vera heyrðist