Skírnir - 01.01.1986, Page 340
336
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
iskonu ásamt ungum sjómanni sem hann rekst á annað veifið. Það er hápunkt-
ur sögunnar.
Bygging sögunnar er að því leyti kunnugleg, að hún hefst á sviðsetningu þar
sem aðalpersónan sést við sína dæmigerðu iðju. Um það er talað almennt, en
svo birtist hafmeyjan og þar með hreyfiafl atburðarásarinnar. Síðan er aðal-
persónan kynnt nánar, þ. e. fjallað er um eðli froskmanna frá ýmsum hliðum,
en þá kemur forsagan, svo sem algengt er, en hér lýtur hún nær eingöngu að
tilhugalífi froskmanns og konu hans, frá því að hann hálftældi hana 10 ára
stelpu. Samband þeirra er þá í sögumiðju, beint og óbeint. Sagan fylgir tímans
rás eftir því sem „skrúfuvandamálið“ ágerist, en þó er aðeins örsjaldan farið
fljótt yfir sögu. Það er einkum þegar rætt er um vanda flotans og björgunarað-
gerðir froskmanns. Textinn er annars mestallur runa sviðsettra atriða, sem
hvert um sig tekur smástund. Þau eru jafnan stutt (2-3 bls.), og yfirleitt gerist
ekkert í þeim, það er bara talað. Þessi kyrrstöðugangur minnir á drauma,
einnig hitt, að slitnar líkingar eru teknar bókstaflega, svo sem það að aðaland-
stæður sögunnar eru milli yfirborðsins og djúpsins - á mannlífinu, og því er
froskmaður söguhetja! Einnig er hitt, að oft slær fyrirvaralaust úr einu atriði
í annað, t. d. er froskmaðurinn ýmist að tala við föður sinn eða hann er einn
andvaka, úti ásjó eðameð konusinni, þetta ruglast saman (bls. 107-8og 127-
8). Undir lokin er formaður froskmannafélagsins að tala við söguhetju og læt-
ur í ljós öfund vegna orðuveitingar til hans, en fer svo fyrirvaralaust að kynna
honum viðamikið vændi, dulbúið í smáauglýsingum Dagblaðsins (bls. 141-2).
Þannig hefst atburðarásin sem ríkir í lok sögunnar. Þessi draumkenndi blær
gerir að verkum, að það sem raunverulega skiptir máli í sögunni er veruleiki
hugans, en ekki ytri viðburðir, svo reyfarakenndir sem þeir eru.
í sögunni er áberandi tvískipting, m. a. eftir sögustað. Annarsvegar er
hafið, þar sem froskmaðurinn syndir einn, því fylgir frelsistilfinning og fegurð.
Hafmeyjan vitrast honum einkum þar, yfirleitt óljóst, sem skuggi eðaóvæntur
skellur. Og þar birtist ungur sjómaður froskmanninum, einungis þegar hann
er einn á ferð. Hér koma fyrir náttúrulýsingar, fagrar og annarlegar, einnig
sterkar tilfinningar. En í þorpinu er allt sviplaust, menn og staðir, einu tilfinn-
ingarnar sem þar birtast eru gremja og öfund. Enda eru þar allir á stöðugri
hreyfingu, sem leiðir ekki til neins, og þar ríkja þreytandi endurtekningar.
Fólk þvælist fram og aftur einhverja erindisleysu, og þvælir tóma vitleysu.
Einkum á þetta við um föður froskmanns. Hann er kynntur sem sjálfhælinn,
skömmóttur sídrykkjumaður, sem þykist allt vita betur en allir, og leggur sig
fram um að skapa úlfúð milli annarra. Hann er jafnan með hugann við sjálfan
sig, það birtist í sjálfsaumkun og græðgi, einkum er hann sífellt að þamba
kaffi, og þvarga um flotann og þjóðarhag, og gefur í skyn að sonur hans beri
sök á skrúfuvandanum. Hann kærir hann loks fyrir löggunni, en er þó einkum
með dylgjur um alþjóðapólitískar rætur vandans, en þær virðast engan botn
hafa. Stórveldin eru vænd um að flækja netum í skrúfur bátanna, en þetta er
ekki hugsað til enda, hvernig eða til hvers. Þetta er ómerkilegur kjaftaskur
sem flestir taka mark á, nema kona froskmanns. Enda hafa þorpsbúar yfirleitt