Skírnir - 01.01.1986, Síða 341
SKÍRNIR
RITDÓMAR
337
sama sjóndeildarhring og þessi karl. Þar er komið að öðru hafi í sögunni, þar
marar allt á kafi í heimskulegum kjaftagangi. Fundur f félagsheimilinu er
dæmigerður fyrir þetta. Þar kemur í ljós, að flestir eru að hugsa um eitthvað
annað en fundarefnið, „vanda sjávarútvegsins“. Það er gaman að því, að í
rauninni virðist öllum standa á sama um hann í þessu sjávarplássi. Þess í stað
er fólk einkum með hugann við útlit sitt og „ímynd“. Þarna tala fulltrúar
kvennalistans og frjálshyggjumanna, hvor með sína fáránlega einhliða skýr-
ingu og úrlausn á vandanum (bls. 87-8):
Maðurinn frá Félagi frjálshyggjumanna hélt fyrstu ræðuna og hélt því
fram að ef báknið færi burt færi hvorki net né annað í skrúfu bát-
anna. [...] [En fulltrúi kvennalistans] sagði að þær í samtökunum
hefðu fengið myndband hjá sjónvarpinu og skoðað „skrúfuvandamál-
ið“ svonefnda og mannfræðingur þeirra sá glögglega að brugðið hefði
verið út af hefðbundnum veiðiaðferðum sem væru fullgildar.
Og það er þess vegna sem netin leita í skrúfuna, sagði hún með
áherslu. Hér er um mannfræðilegt menningarsjokk að ræða.
Af þessu sést hvernig sagan skopstælir þjóðmálaumræður samtímans á ís-
landi. Það er einn fyrirferðarmesti þáttur bókarinnar, og þar ríkir semsagt
stefnuleysið, í ferðum fólks og umræðum. „íslenska munnræpurykið hefur
lagst á allt“ (bls. 108), ogallt verður grátt. Það er þetta hráefni, sem skáld taka
úr umhverfi sínu, venjulegur kjaftagangur, sem mest fer í taugarnar á mörg-
um lesendum Guðbergs. Stíllinn á þessu er alþýðleg útgáfa stofnanamáls, svo
sem gengur í fjölmiðlum: „Verið var að gera froskmanninum of hátt undir
höfði á kostnað aldraða sjómanna. Það var ekkert réttlæti í því.“
Sé faðir froskmannsins fulltrúi innantóms kjaftæðis um þjóðmálin, þá er
kona froskmanns annar póll. Annar meginþráður sögunnar fjallar um þau
hjónin. Þau tala eingöngu saman um samband sitt, eða sambandsleysi, eink-
um þó um eðli hans og karlmanna almennt, hún leitar skýringa á því að hann
skuli sífellt synda burt frá henni. Hún þolir ekki föður hans né móður, vegna
afskiptasemi þeirra. Hún ræðir ekkert um þjóðmálin, og er í rauninni frekar
dauf persóna, segja má þá að hún snúi öll að froskmanninum, sé til að varpa
Ijósi á hann. En útkoman verður óræð; eðli mannsins. Aðalpersónan er í raun-
inni síst sérkennilegri, enda er það algengast í skáldsögum að hún sé sviplítil,
væntanlega til að lesendur geti almennt lifað sig inn í hana.
Börnum þeirra hjóna bregður rétt fyrir í svip, og sést þá helst sambandsleysi
þeirra við foreldrana. En í lokin kemur froskmaðurinn að syni sínum æstum
við að reyna að veiða hafmeyjuna með öðrum strákum. Má ætla að það sýni
að honum kippi í kynið, eða öllu heldur, að sýnt sé ævarandi eðli karlmanna.
Sagan lætur lesendur finna fyrir því óþoli sem froskmaðurinn finnur sjálfur
til undir gráma hversdagslegs kjaftæðis, stefnulaus þvælingurinn hvílir á þeim,
og þarmeð skynja lesendur létti froskmanns við að synda burt frá öllu saman.
Þegar froskmaðurinn er einn á ferð, sloppinn frá slævandi rausinu og frá tilætl-
22 — Skírnir