Skírnir - 01.01.1986, Síða 342
338
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
unarsemi konu sinnar, breytir um blæ. Þá ríkir í sögunni kyrrð, sem blómstrar
í fögrum myndum, svosem þessi neðansjávarlýsing (bls. 49-50):
Sólin skein á hann, föl sól með dimmum geislum. Úti var logn, kyrrðin
alger, furðuflugur á sveimi, flugur með sporð og hann langaði að leggj-
ast til hvíldar í myrkrið og sofna í hinni svörtu vermandi sól, undir
grænu áþreifanlegu skýi. En brjóst hans fylltist af ótrúlegum fögnuði,
líkt og hann andaði lífsandanum djúpt að sér, því hann vissi að eftir
þetta gat hann synt óhindrað úr veruleikanum inn í drauminn.
Hér eru öll helstu atriði sveitasælulýsinga; sólskin, kyrrð, hvíld, og fögnuð-
ur manns yfir samruna við náttúruna. En jafnframt er allt umbreytt, flutt yfir
á annað svið, með breyttum litum og öðrum ytri einkennum.
Hér hefur verið rætt um mismunandi þætti sögunnar, þeir tengjast sem
andstæður í lífsháttum. Annarsvegar er það fólk sem lagar sig að umhverfinu,
grátt og sviplaust, talar óeðlilega hátíðlegt mál, og tyggur einhverja vitleysu
um alþjóðamál upp úr sjónvarpinu. Þessi skopstæling nær lengst í lokahluta
bókarinnar, eftir að komið er til Reykjavíkur. Sá hluti er mun skoplegri en
hinn, meira tekið upp af dæmigerðu alþýðumáli. Þar hittir froskmaðurinn
formann froskmannafélagsins, sem er á flesta lund hliðstæða hans, eða skop-
stæling. Hann á sér leynihelli neðansjávar eins og froskmaðurinn, en í stað
hafmeyjunnar kemur þar langa sem myndar tákn óendanleikans á sundi sínu.
Heima hjá formanni, þar sem „stofan var stórt völundarhús þar sem ekki varð
þverfótaðfyrir húsgögnum (...) dáðist froskmaðurinn aðþeirrimiklufjárfest-
ingu sem var auðsæilega í húsbúnaðinum og hann skynj aði festuna og lífsham-
ingjuna í hangandi veggskrauti og hugsaði með sér að helmingurinn af því
nægði handa þremur fjölskyldum úti á landi. Meðal annars hékk stóll á veggn-
um og honum datt í hug að óvitlaust væri að kaupa veggstól." - Það væri lík-
lega hámark gagnslausra fjárfestinga. Vel kemur fram þessi mótsögn milli við-
tekins ytra forms og innihalds í því að „þau héldu áfram að spyrja og svara
fjörlega“ en innihaldið er ekkert: hvað er að frétta, „heldur lítið, en hjá
ykkur“ „alltaf það sama“ (bls. 137).
Hinsvegar er sá kostur að róa einn á báti, sigla sinn sjó, flýja félagslegar
skuldbindingar svo sem innihaldslaust fjölskyldulíf. Frá því liggur leiðin til
lífsfyllingar og fegurðar.
Við þær aðstæður hugsar froskmaðurinn mikið um eðli sitt, spyr hvers hann
sé að leita með sundinu. Um það segir meðal annars (bls. 7):
Að kafa var froskmanninum fyrir mestu, að vera á valdi náttúruaflanna
en stjórna sér samt sjálfur. Á sundinu sameinuðust höf jarðar, himinn
og geimurinn og eitthvað í honum sjálfum. Þetta var dálítið torskilið en
honum þótti nóg að njóta tilfinningarinnar að vera allur flug í vötnum
sjávar.