Skírnir - 01.01.1986, Page 343
SKÍRNIR
RITDÓMAR
339
Við þessar aðstæður hittir hann hafmeyjuna. Fyrst er hún ekkert nema
frekjan, en síðar kemur æ betur fram, að hún er hugarburður froskmannsins.
Hann spurði: „Hvar felurðu þig á daginn þegar ég kafa?
í þér, svaraði hún. t>ú ert eina athvarf mitt.“(bls. 76).
Víða kemur fram að hafmeyjan er svona óljós persóna vegna þess að hún er
einungis persónugervingur óljósrar þrár froskmannsins, sem dregur hann ein-
an út á sund. Það er þá merkilegt, að þegar hann nálgast hafmeyjuna, lendir
hann bókstaflega í neti ungs sjómanns, „sem reri einn ábáti“. Ungi sjómaður-
inn er eina persónan sem „sést" í sögunni. Hann virðist beinlínis renna saman
við hafmeyjuna, sem var kynnt sem draumur froskmannsins. Samruni þeirra
verður í fögrum náttúrulýsingum (bls. 103-8), þar kemur litur ogljómi álífið.
Vændislýsingin í lok sögunnar er mjög skopleg, en þar breytist tónninn
skyndilega. Vændiskonan sjálf er skopfígúra eins og þorpsbúar, með útjask-
aðan hátíðlegan talsmáta, en andstæða hennarersjómaðurinn ungi. Og raun-
ar er vændiskonan einungis leið til kynferðislegs sambands þessara tveggja
karlmanna sín á milli, eins og kemur fram í eftirfarandi lýsingu (bls. 152-3).
Það er ungi sjómaðurinn sem fyllir froskmanninn af taumlausri ástríðu, og
andlag þeirrar ástríðu er harður bolur, augljóst karlmennskutákn:
Ungi maðurinn kom ekki aftur og það leið góð stund. Hann læddist þá
fram á ganginn og fór að gá. Hljóðlátt snökt og formælingar bárust inn-
an úr herbergi og hann gekk á hljóðið. I sömu svifum kom konan hálf
nakin fram með lófann fyrir náranum og ætlaði inn á baðherbergið.
Froskmaðurinn brá sér í veg fyrir hana.
Augnablik, bað hún. Ég ætla að skola mig áður.
Hugsunin um að hún hefði ekki skolað sig enn og að ungi maðurinn
hefði verið inni í henni ærði froskmanninn með taumlausri ástríðu.
Hann greip um handlegg hennar. Hún æpti lágt en hann leiddi hana inn
og sá í rökkvuðu herberginu að ungi maðurinn stóð úti í horni og var
að paufast við að fara grátandi í síðar nærbuxur. Hin óljósa sýn æsti
froskmanninn enn meir: rautt barnslegt og tárvott andlitið og nærbux-
urnar sem hólkuðust niður um hann og linur limurinn kom út um klauf-
ina. Þá ýtti froskmaðurinn konunni niður á rúmstokkinn og lét hana
taka á móti sér í skyndi.
Það er naumast, urraði hún.
Við urrið fann froskmaðurinn hvernig hann blés upp og varð að
gríðarlegum gaur. Hann opnaði munninn ogemjaði svo ungi maðurinn
leit við og góndi. Þá var eins og augnaráð hans ræki froskmanninn inn
í harðan trjábol með heljarafli svo hann lamdist gegnum börkinn og
sökk í alla árhringina sem sugu hann til sín og hertu að.
Trjábolurinn var fullur af mjúkum safa sem ólgaði eins og ljúft haf og
árhringir hans frá fyrstu tíð herptu að lífi hans svo hann náði varla
andanum á hinu hraða sundi.