Skírnir - 01.01.1986, Síða 345
SKÍRNIR
RITDÓMAR
341
Guðmundur DanIelsson
TÓLFTÓNAFUGLINN
Sagan af Valdimar og vinum hans.
ísafoldarprentsmiðja hf.
Reykjavík 1985.
Þegar ekið er sem leið liggur frá Selfossi til Eyrarbakka og Stokkseyrar blasir
við, þar sem vegurinn greinist í tvennt til þessara tveggja bæja, stór höggmynd
eftir Sigurjón Ólafsson og nefnist hún Krían. Þessa mynd létu Alþýðusam-
band íslands og Listasafn alþýðu setja upp 1981 til heiðurs Ragnari Jónssyni í
Smára. Það er, að ég hygg, nokkuð einstakt að í þessari sögu Guðmundar
Daníelssonar gegnir Kría Sigurjóns miðlægu hlutverki sem lykiltákn. Að
minnsta kosti man ég ekki í fljótu bragði eftir öðrum sögum þar sem högg-
mynd er þannig felld inn í söguþráðinn.
Þessi saga er með öðrum orðum Iykilverk. Fyrir þá, sem kunnugir eru fyrri
verkum Guðmundar, liggur í augum uppi að þeir tveir staðir, sem möndull
verksins snýst um, Hlaðbær og Skerver, eru sniðnir með Selfoss og Eyrar-
bakka að fyrirmynd. Höggmyndin Tólftónafuglinn er einnig sniðin eftir Kríu
Sigurjóns. Þá fer ekki á milli mála að höfuðpersónur verksins eiga sér fyrir-
myndir af holdi og blóði. Valdimar sögumaður er greinilega mótaður eftir
Guðmundi Daníelssyni sjálfum, lífi hans og reynslu. Tveir fyrirferðarmikiir
menn í sögunni, sem þar eru oftast nefndir Aggi-Maggi og Myndjón, eru líka
bersýnilega gerðir eftir öðrum tveimur þjóðkunnum mönnum, þeim Ragnari
Jónssyni í Smára og Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. Og fleiri persónur
þarna eiga sér augljósar lifandi fyrirmyndir þótt hér skuli ekki rakið frekar.
Þessari aðferð lykilverksins, sem felst í því að nota lifandi fyrirmyndir og
auðþekkj anlegar, hefur Guðmundur raunar oft beitt áður. Aðferðin hér er þó
öll einna skyldust því sem hann viðhafði í þríleiknum Húsið (1963), Turninn
og Teningurinn (1966) ogJárnblómið (1972). Það sem helst vekur eftirtekt er
að Eyrarbakki var þar nefndur Brimver en Skerver hér, og breytir raunar ekki
miklu. Þar eins og hér var leiksvið sagnanna neðanverð Árnessýsla, menn þar
og málefni, og duldist engum þótt skáldsöguformið leyfði höfundi margs kon-
ar hliðarstökk og frávik frá hörðum sagnfræðikröfum.
Það sem skilur hins vegar á milli Tólftónafuglsins og þessara þriggja sagna
er að þar vann Guðmundur í bóksöguformi (rómanformi) en hér er hann í nó-
velluforminu. Það felst í því að sagan er tiltölulega kyrrstæð í eðli, og breytir
þar ekki þótt hún hlaupi töluvert fram og aftur í tíma, eða um nokkra áratugi.
Þessi saga fæst að mínu viti fyrst og fremst við að lýsa ástandi eða kryfja það,
en þróun í persónum eða atburðarás er þarna ekki á ferðinni í þeim mæli að
um hina breiðu og víðfeðmu frásögn bóksögunnar geti talist vera að ræða. Að-
ferð Tólftónafuglsins er öll skyldari aðferð smásögunnar, sem fæst við að
bregða upp mynd af atburði, ástandi eða atviki, en ekki fyrst og fremst að
segja sögu og rekja þróun. Og með nóvellu er ég hér að tala um verk þeirrar