Skírnir - 01.01.1986, Side 346
342
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
tegundar sem e. t. v. mætti kalla langa smásögu og nær ekki umfangi eða víð-
feðmi bóksögunnar.
Að þessu leyti má því segja að í Tólftónafuglinum sé Guðmundur að hverfa
aftur til fyrra skeiðs á rithöfundarferli sínum. Hann fékkst um tíma töluvert
við nóvelluformið, og einar fjórar af bókum hans eru þeirrar tegundar. Þær
eru Mannspilin og ásinn (1948), í fjallskugganum (1950), Musteri óttans
(1953) og síðast en ekki síst ein mergjaðasta bók hans, Blindingsleikur (1955).
Þessar fjórar bækur mynda samstæðan kafla á höfundarferli hans, en eftir það
hefur hann meir fengist við bóksöguverk, bæði sögulegs efnis og samtímalegs.
En aftur á móti hefur annað gerst á milli Tólftónafuglsins og þessara bóka
sem hér þarf að hafa hliðsjón af. Það er að á tímabili ritaði Guðmundur bækur
sem fyrst og fremst eru gamanverk. Þar á ég við verkin Landshornamenn
(1967), Spítalasaga (1971), Skákeinvígi aldarinnar í réttu Ijósi (1972) og Óra-
tóría 74 (1975). Það sem mér virðist vera að gerast í Tólftónafuglinum er með
öðrum orðum að Guðmundur hafi horfið aftur að nóvelluforminu, en jafn-
framt tekið upp mun gamansamari frásagnaraðferð en þegar hann beitti því
fyrrum. Og gamansemin hér er að töluvert stórum hluta af ætt háðsádeilunnar
(satírunnar).
í þessu verður þó skiljanlega að hafa í huga að sem endranær í lykilverkum
má hér ekki umsvifalaust setja samasemmerki á milli fyrirmynda og
skáldverks. Þótt fyrirmyndir séu hér augljósar og ótvíræðar gefur skáldsagna-
formið höfundi frjálsar hendur til að fara þeim höndum um efnivið sinn sem
hann kýs. Hér er ekki leyfiiegt að segja að sagan gerist á Selfossi og Eyrar-
bakka, né heldur að hún fjalli um þá Ragnar Jónsson, Sigurjón Ólafsson og
aðra þá sem lagt hafa efni í einstakar persónur.
Tólftónafuglinn hefst í Hlaðbæ og lýsir í byrjun m. a. fundi Valdimars og
Rósmundar Arasonar, annálaritara og kyndugs kvists. Sögunni víkur síðan
nokkra áratugi aftur í tímann, til þeirra ára þegar Valdimar var skólastjóri í
Skerveri og svo hittist á að barnaskólinn þar átti aldarafmæli. Ákveðið er að
minnast þess veglega, m. a. með samsæti og útgáfu aldarsögu skólans.
Áhyggjur þessa alls hvíla á Elíasi sveitarstjóra, rólegum manni, hæglátum og
traustum. Hann sækir töluvert á Valdimar um að skrifa sögu skólans, en hann
færist undan og tekst að koma verkinu yfir á sóknarprestinn á staðnum, séra
Meyvant.
Þar segir einnig frá kafteininum Geirjóni, sem hefur flutt aftur heim í
Skerver eftir langan feril sem togaraskipstjóri. Áhugamál hans eru tvö, hafn-
argerð í Skerveri og stofnun byggðasafns þar. Honum sækist hægt að fá fyrra
málinu framgengt og endar með því að láta ráðast í gerð hafnarinnar fyrir sitt
eigið fé, en byggðasafnið kemst greiðlegar á laggirnar.
Afmælishátíðin er haldin og fer vel fram. Síðan víkur sögunni aftur fram í
tímann. Stórt og mikið listaverk rís þá af stalli skammt utan við Skerver, og
syngur í því undan vindi. Lýkur við það sögunni.
En þar með er ekki öllu til skila haldið, því að eitt meginviðfangsefnið í
verkinu er sú togstreita sem skapast á milli burtfluttra Skerverja og þeirra sem