Skírnir - 01.01.1986, Page 353
SKÍRNIR
RITDÓMAR
349
Þetta gerðist. Ég gekk inn í reisulegt hús
og gisti vini. Húsið, meistarasmíð,
kom mér ekki við. Vinátta fyllti tómið
sem veggirnir áttu að marka. Húsið er gleymt.
Það gerðist aftur. Ég gekk inn í reisulegt hús
og gisti húsið. Annað kom mér ekki við.
Engir vinir. Aðeins skipulegt tóm.
Athvarf í tómi. Hús í sjálfu sér. Staður.
Fyndni Jóhanns nær raunar hæst þar sem hún er „fundin" í öðrum skilningi
og lesandi getur fundið að baki þá viðkvæmni sem hún myndar mótvægi gegn.
Þótt Jóhann amist í einu kvæði við því að menn setji „eigin fjaðraliti" á kvæði
sín og „fingraför", verður ekki annað sagt en sum beztu kvæðin séu í hæsta
máta persónuleg, svo sem þau sem eru ort af ákveðnu tilefni, við andlát eða
afmæli. Einkum þar má segja að verði sú sameining vitsmuna og tilfinninga,
hugar og hjarta sem auðkennir góðan skáldskap, og í Jóhanni S. Hannessyni
fóru saman skýr hugur og stórt hjarta.
Frumortum kvæðum Jóhanns fylgja þýðingar á ljóðum enska skáldsins Ro-
berts Herrick (1591-1674), nítján að tölu, og er verulegur fengur að þeim.
Þýðingarnar einkennast af leikni og nákvæmni og þola því vel þá tilhögun að
frumkvæðin eru prentuð fyrir neðan þær. Það er auðséð að þýðingar hafa legið
vel fyrir Jóhanni, en auðvitað spillir hér ekki fyrir að Herrick virðist ekki and-
lega óskyldur þýðandanum, þótt uppi hafi verið á annarri öld og það sennilega
skárri, og kann því þetta þýðingarstarf að hafa „veitt Jóhanni stundum hvíld
frá dekkri sjónarmiðum sem vildu leita inn í kveðskap hans sjálfs", svo enn sé
vitnað í ágætan inngang Kristjáns Karlssonar.
Kristján Árnason
JÓHANN HJÁLMARSSON
ÁFANGASTAÐUR MYRKRIÐ
Almenna bókafélagið - Ljóðaklúbbur 1985.
Sum skáld halda þétt utan um orð sín og kveða sér sjaldan hljóðs. Jóhann
Hjálmarsson var ekki í röðum slíkra skálda. Á tuttugu og þremur árum, frá
því að fyrsta ljóðabók hans, „Aungull í tímann“, kom út árið 1956, þegar hann
var sautján ára, og allt til þess að ljóðabókin „Lífið er skáldlegt" kom út árið
1978, hafði Jóhann ort í fjórtán Ijóðabækur, þar með talin þrjú söfn ljóðaþýð-
inga. En þá einmitt þagnaði hann í sjö ár eða sendi ekki frá sér að minnsta
kosti neina nýja ljóðabók fyrr en árið 1985 að út kom „Ákvörðunarstaður
myrkrið“.