Skírnir - 01.01.1986, Síða 356
352
JÓN ÖRN MARINÓSSON
SKÍRNIR
„Ákvörðunarstaður myrkrið“ skiptist í sex þætti og hver þáttur að hinum
síðasta undanteknum í sjálfstæð ljóð sem mynda þó saman vegna niðurröðun-
ar og efnis eina samfellu, ljóðaflokk með skýru atburða- og hugrenningaferli.
Jóhann Hjálmarsson hefur horfst í augu við dauðann og þessi reynsla og
andsvar hans við henni sem manns og skálds er kveikjan að hverju einasta
ljóði. Þau eru öll tilbrigði um tvö grundvallarstef, sprottin af sömu rót: hrá-
slaga og tilgangsleysi mannlífs í skugga dauðans og hversu skáldskapur fær í
raun litlu áorkað til að breyta þar nokkru um. Slík takmörkun yrkisefnis gefur
ljóðaflokknum að sjálfsögðu sterkt heildarmót. í>ar við bætist að Jóhann hefur
á alllöngum skáldferli náð góðu valdi á ýmsum listbrögðum skáldskapartækn-
innar og beitir þeim til að styrkja enn betur heildarsvip bókarinnar. Sem dæmi
þar um má nefna að myndsvið ljóðanna allra er þröngt; skáldið einskorðar
sjónræna tj áningu sína að heita má undantekningarlaust við ísland og náttúru-
myndir þaðan, einkanlega við bernskuumhverfi sitt. fslensk náttúrufyrirbæri
eru þannig frumþáttur í mörgum líkingum bókarinnar, þau algengust sem
tengjast vetri og skammdegismyrkri, en teflt fram þeim til mótvægis myndum
frá fjörunni og ljósleiftrum frá vori og sumri. Hugsanir skáldsins teiknast á
þennan flöt fyrst og fremst, en svið reynslunnar, sem verður skáldinu að yrk-
isefni, ogþeirra persóna, sem hann yrkirum eðakveður til, ermannabústaður
í borg, borg sem verður þó sjaldan uppspretta áþreifanlegra mynda, hverfur
sjónum fyrir utan glugga skáldsins ýmist í myrkri eða sársaukafullri skjanna-
birtu. Kunnátta Jóhanns sem skálds kemur held ég hvergi betur fram en í að-
ferð hans við heildarmótun ljóðabálksins. Honum tekst að vinna svo úr meg-
inþráðum yrkisefnis, mynda og líkinga að þeir herðast hvergi um of að nauð-
synlegri tilbreytni í framvindu listaverks, þó að teflt sé að vísu á tæpasta vað.
Að þessu leyti er „Ákvörðunarstaður myrkrið" listasmíði, votturum þroska,
ögun og smekkvísi.
Það gerist oftar en hitt að heildaráhrif ljóðabókar séu veikari en seiðmagn
einstakra ljóða, að lesandi felli þann dóm að ljóðabók sé góð vegna þess að í
henni sé að finna mörg góð ljóð. Því er ekki svo farið um „Ákvörðunarstað
myrkrið“. I henni er að finna tvö eða þrjú ljóð og allnokkrar hendingar að
auki, sem orka sterkt á lesanda ein sér og festast honum í minni, og metin á
fyrrgreindan mælikvarða gæti bókin tæpast talist nægjanlega góð. Sé hún hins
vegar lesin í samfellu og dæmd eftir heildaráhrifum þess að fá að kynnast í einu
Ijóði á óvenju nærgöngulan hátt umbrotum skáldsins í grundvallarátökum,
hlýtur hún að teljast góð. Lesanda kemur þessi niðurstaða eiginlega á óvart.
Enda þótt margt í Ijóðunum sé kunnáttusamlega fest á blað og skáldið kafi
djúpt, kalli á umhugsun og veki frjóar vangaveltur, vantar hér samt sem áður
- eins og raunar fyrr í skáldskap Jóhanns - einhvern arnsúg, snerpu og þrótt í
orðum og skynjun, þá ólgu og hvöt blóðsins sem gefur listrænni tjáningu líf,
oft þann frumleik sem opnar nýjar víddir og er unun að njóta, frumleik í
orðum, í skynjun. Vissulega er þetta mótsagnakennd gagnrýni, en ég fæ ekki
undan henni komist. „Ákvörðunarstaður myrkrið“ er með sínum sérstaka
hætti upplifun í skáldskap, sem lesanda þykir fyllilega ómaksins vert að hafa