Skírnir - 01.01.1986, Page 357
SKÍRNIR
RITDÓMAR
353
kynnst og hann gleymir ekki. Ef til vill er það hreinskilni skáldsins, örvilnan
þess og bölsýni sem greypist þannig í vitund manns? Ef til vill er það sterkt
heildarmót bókarinnar? Ef til vill gætir hér sömu áhrifa og þegar samferða-
maður trúir vini fyrir sorg sinni og kvíða? Slík trúnaðarsamtöl gleymast seint
og eru mikils virði hverjum þeim sem reynir. Svarið er ekki óyggjandi en ég
hvika ekki frá fullyrðingu minni um góð heildaráhrif verksins.
Sé verkið hlutað í sundur aftur á móti og einingar þess grandskoðaðar,
finnst þar margt sem - eins og áður var sagt - fullnægir ekki ströngum kröfum
vandlátra ljóðunnenda. Gagnrýnandi hefði að sinni látið staðar numið, ef
ungt skáld væri að kveða sér hljóðs, en þar sem „Áfangastaður myrkrið“ er
fimmtánda ljóðabók miðaldra skálds verður ekki sneitt hjá því að geta nokk-
urra þeirra atriða í bókinni sem aftra lesanda frá að fella um hana eindreginn
lofsamlegan dóm.
Skáldhugsun og listgáfa Jóhanns hrekkur of sjaldan til að kveikja þann lífs-
neista í ljóðum hans sem skilur á milli úrvals- og miðlungskvæða, að slá þann
hljóm sem fær þau til að óma í hugskoti lesanda. Þegar hljóðfæri er stillt eða
leikinn tónn á streng, er þess ávallt gætt að tónninn sé ekki ofurhreinn sam-
kvæmt gaumgæfilegri mælingu á sveiflufjölda svo að engu skeiki á meðan
tónninn hljómar. Sé stilling svo nákvæm, er hljóðfærið dautt og tónninn úr
strengnum nær ekki að lifna í eyrum hlustanda. Sömu lögmál virðast einnig
gilda um hörpu skáldsins, en ólíkt því sem er um stillingu hljóðfæris og tón-
myndun á streng er með engu móti hægt að gefa skáldi vísbendingu um hvern-
ig það getur fengið tóna í hörpu sinni til að lifna. Rétt vanstilling er sá dular-
dómur sem auðkennir hörpu góðra skálda og ljær Ijóðum þeirra líf. Þennan
dulardóm tekst Jóhanni ekki að höndla nema í nokkrum kvæða sinna. Hafi
Ijóðræn skynjun hans og tilfinning verið máttugog sterk, þegar hún vakti með
honum löngun til að yrkja, þá virðist það henda oftar en hitt að þessi skypjun
og tilfinning missa þrótt og dofna í meðförum skáldsins, ná ekki að gefa ljóð-
um hans það lff ogþá hrífandi sem vænta má að hann vilji fanga með list sinni.
Þá dregur einnig úr gildi einstakra ljóða og að vissu leyti úr gildi ljóðaflokks-
ins hversu víða skortir á frumleik í skynjun, líkingum og orðum. Grundvallar-
líking bókarinnar og megintákn hennar er veturinn sem ímynd alls þess er
tengist dauðanum og heljartökum hans á lífi manns sem finnur enga von í boð-
un trúarbragða. Líkingamál eins og þetta er álíka frumlegt eins og það að
segja að einhver sé þögull eins og gröfin. Af þessari grundvallarmynd spretta
svo aðrar kunnuglegar og margnýttar í skáldskap, myrkrið, snjórinn, hjarnið,
frostið, kuldinn. Ekki svo að skilja það að Jóhann feti ævinlega troðna slóð;
því fer fjarri. Innan um allt hið kunnuglega birtast myndir, líkingar og orðalag
sem hafa ekki sést áður í skáldskap hér á landi; bregður jafnvel fyrir niður-
stöðu og úrlausn viðfangsefnis sem vekur spurn og umhugsun. En návist hins
kunnuglega á blöðum bókarinnar, einkanlega vegna fyrrgreindrar grundvall-
arlíkingar en einnig vegna annarra smærri en þó mikilvægra atriða, veldur
samt vonbrigðum. Jóhann játar enda beint og óbeint í sumum ljóðanna að sér
sé næstum um megn að segja eitthvað nýtt.
23 — Skírnir