Skírnir - 01.01.1986, Side 361
SKÍRNIR
RITDÓMAR
357
Bókin er doðrantur, meginmálið um 620 síður, en þar umfram m. a. inn-
gangur Gunnars Thoroddsen, 11 síður, og drög að ritaskrá Jóns Þorlákssonar
eftir Hannes Gissurarson, 6 síður, en nafnaskrá ekki, enda gefur efnið ekki
beinlínis tilefni til þess; Jón er hér ekki að tala um fólk. Atriðisorðaskrá væri
miklu gagnlegri, en þó er varla unnt að krefjast hennar heldur.
Hið ríkulega rými gerir kleift að velja efni af báðum megin-starfssviðum
Jóns: bæði um stjórnmál, og þá einkum fjármál og peningamál; og hins vegar
um verklegar framkvæmdir. Og rýmið leyfir einnig að birt sé óskert eitt langt
rit í hvorum flokki: bókin Lággengið, yfir 120 síður hér; og Vatnorka á íslandi
og notkun hennar, 80 síður.
Fyrsta hluta ritsafnsins mynda 14 greinar Jóns um stjórnmál á líðandi
stundu, margar upphaflega samdar sem ræður, og spanna tímabilið frá 1908,
þegar Jón var heimastjórnarmaður og aðdáandi Hannesar Hafstein (sjám. a.
minningarorð um Hannes, bls. 66-69), og til 1935, þegarhann varborgarstjóri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og átti skammt ólifað.
Fremst standa ræður frá 1908 og 1911, báðar að meginefni um gagnsemi er-
lends fjármagns - einkum lánsfjár - í íslensku atvinnulífi. (Hin fyrri er líka
glæsilegt dæmi um það hvernig Jón gerir kalda rökvísina að bitru vopni í
stjórnmáladeilu.) Hugðarefni Jóns eru framfarir og framkvæmdir: „Hér er
nóg af söndum til að græða upp, fenjum til að þurrka, túnum til að slétta, engj-
um til að veita vatni á, fjörðum til að fylla með fríðum skipum, fossum til þess
að beisla, fátæklingum til að veita atvinnu, björg og blessun." (Bls. 38; hann
kunni líka mælskulist þegar hann kærði sig um.)
Þá kemur framboðsræða Jóns í kosningunum 1914. Hugðarefni hans eru
enn hin sömu. Raunar vill hann samþykkja stjórnarskárbreytingu á þingi, en
„ekki hvað síst í því skyni, að þingið geti þá, þegar það mál er úr sögunni, snú-
ið sér af alefli að atvinnumálum landsins“. (Bls. 41; það má segja að Jón sé
heimastjórnarmaður á forsendum gömlu valtýskunnar!) Einkum hefur hann
(eins og Valtýr á sinni tíð) áhuga á járnbrautum, og þá fyrst til Suðurlands frá
Reykjavík. Slík braut hefði gildi fyrir Reykjavík, í fyrsta lagi af því „að óeðli-
legt og óhollt aðstreymi af verkafólki úr sveitunum mundi réna, því að Suður-
landsundirlendið mundi geta tekið á móti því“. (Bls. 45.)
Jafngömul grein, en tæknileg fremur en pólitísk, (bls. 442-^151) fjallar um
ræktunarkosti á Suðurlandi (að fullræktað geti það fóðrað 13 sinnum fleiri kýr
en þá voru á Iandinu öllu) og áhrif járnbrautar og Flóaáveitu á byggðarlagið.
Járnbrautin kom að vísu aldrei, en Flóaáveitan kom, og átti Jón Þorláksson
manna mestan þátt í undirbúningi hennar. Hann var eindreginn „byggða-
stefnumaður" að sinnar tíðar hætti, þ. e. a. s. fylgismaður þess að halda sem
mestum hluta landsfólksins f sveit; hitt var honum minna áhyggjuefni þótt
annarra sveita fólk þyrfti að flytjast til Suðurlands, aðeins ef það flykktist ekki
of ört á mölina. Svona hugsaði Jónas frá Hriflu líka, meira að segja Jón Bald-
vinsson; þetta var hin viðurkennda skynsemi allra flokka sem Sjálfstæðis-
flokkur Jóns Þorlákssonar tók í arf, og hefur hann frá stofnun verið tengdur
landbúnaðarsjónarmiðum í og með. Lesendur ritsafnsins munu enda veita því