Skírnir - 01.01.1986, Síða 362
358
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKfRNIR
athygli, að hvort sem Jón Þorláksson er að ræða um rafvæðingu, járnbrautir
eða önnur uppbyggingarmál, þá er honum, þingmanni Reykvíkinga, jafnan
ofarlega í huga viðgangur sveitabyggðarinnar. (Sjá ekki síst bls. 55-7 þar sem
næstum mætti ætla að Tryggvi Þórhallsson stýrði penna.)
Enn kemur ræða, og ekki hin ómerkasta: „Framtíðarhorfur í landsmálum",
flutt 1916, en síðar á því ári var íslenskum stjórnmálum haslaður nýr völlur
með stofnun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Jón vonast til að
hvorki verði ofan á stefnulítil valdastreita, eins og einkennt hafi stjórnmálin
frá 1909, né flokkaskipting á grundvelli stétta eða atvinnuvega, eins og örlað
hafði á með svonefndum Bændaflokki. Fleldur vill hann hina „eðlilegu flokka-
skiptingu" milli „framsóknarmanna og íhaldsmanna“, þ. e. milli stórhuga
manna og hægfara í framkvæmdum. Sjálfur vill hann vera „framsóknarmað-
ur“ og eignar Heimastjórnarflokknum „framsóknarstefnu“, a. m. k. meðan
Hannes Hafstein naut sín best, 1904-8. Þessi viðhorf koma einnig fram í eldri
skrifum Jóns, t. d. fyrsta erindinu í þessu ritsafni. Og hefur það valdið nokkr-
um misskilningi (ef ekki vísvitandi útúrsnúningi) að Jón skyldi hafa kennt sig
við þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn ákvað síðar að draga nafn sitt af, og
jafnframt afneitað íhaldsstefnunni, sem hann átti eftir að kenna sinn eigin
flokk við.
Það var árið 1924 sem Jón Þorláksson stofnaði íhaldsflokkinn og valdi hon-
um sjálfur nafnið. Eðli flokksins og stöðu gagnvart Alþýðuflokki og Fram-
sóknarflokki útskýrir hann í greinum tveim, sem hér eru upp teknar, frá 1925
og 26. Ef rétt er á litið táknar flokksnafnið enga stefnubreytingu Jóns, heldur
telur hann - með miklum rétti - að átakalínur stjórnmálanna hafi breyst; þau
snúist ekki lengur um hraðar framfarir eða varlegar, heldur meira um ríkisfor-
sjá annars vegar, athafna- og viðskiptafrelsi á hinn bóginn. Eða „stjórnlyndi"
og „frjálslyndi" eins og Jón kallaði þær lyndiseinkunnir er samsvöruðu stjórn-
málastefnunum. Ríkisforsjáin eða stjórnlyndið, stefnumið Framsóknarflokks
og ekki síður Alþýðuflokks, var í sókn; þess vegna voru Jón Þorláksson og
hans menn „íhaldsmenn" í þessu meginmáli flokkaskiptingarinnar. Rökrétt
hjá Jóni, eins og fleira, en of langsótt fyrir kjósendur, enda íhaldsnafnið lagt
fyrir róða eftir fimm ár og stofnaður Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur Jóns Þor-
lákssonar síðustu æviár hans.
Yngri ræður og greinar hleyp ég hér yfir, þótt merkar séu, nema greinaflokk
frá 1931: „Þingrofið 14. apríl 1931 frá ýmsum hliðum." Ég er hræddur um að
í sagnaritun fari stjórnarandstaðan yfirleitt heldur illa út úr þingrofsmálinu,
mest sé gert úr æsingum manna og ofstopa. En greinar Jóns Þorlákssonar, sem
þó eru ritaðar í hita atburðanna skömmu eftir þingrof, flytja mjög athygl-
isverð lagaleg og stjórnskipunarleg viðhorf sem varpa óvæntu ljósi, ekki að-
eins á þingrofið 1931, heldur á þá þingrofshefð sem síðan hefur orðið rótgróin.
Annar hluti ritsafnsins er bókin fyrrnefnda, Lággengið. Jón hafði tekið við
embætti fjármálaráðherra. Gengis- og peningamál voru meðal brýnustu úr-
lausnarefna, en aðstæður allar aðrar en við var miðað í þeirri hagfræði sem
menn höfðu helst kynni af. Jón fann sér þá skylt að kynna sér hvað hagfræðin