Skírnir - 01.01.1986, Side 363
SKÍRNIR
RITDÓMAR
359
hefði nýtt fram að færa sem íslendingar mættu draga lærdóma af. Og upp úr
þeim athugunum skrifaði hann bókina, frumlegasta hagfræðirit íslendings til
þess tíma. Jón Þorláksson var nefnilega ekki maður sem tók verkefni sín
lausatökum. En bókinni verða ekki gerð verðug skil í þessu stutta máli. Að-
eins skal bent ásíðasta kaflann (bls. 294-302), hve hófsamur Jón erþar í mati
á kostum þess og göllum að hækka krónuna úr því lága gengi sem hún hafi fall-
ið í eftir stríðið.
Þriðji hlutinn, „Fjármál og peningamál", er tengdur bókinni. Fyrsta grein-
in, upphaflega erindi, heitir „Fjárstjórn íslands 1874-1922“ og er vitund eldri
en Lággengið, úttekt á ríkisfjármálum með mjög skipulegum og eiginlega
hagfræðilegum hætti. Grein um bankamál frá 1926 er einnig nokkuð tæknilegs
efnis um löngu gleymdar deilur. Það markverða í henni er aðallega örstutt
frásögn (bls. 331) af aðdraganda gengishækkunarinnar 1925, sem Jón bar
ábyrgð á. Hann talar þar alls ekki um gengishækkunina sem neitt stefnumál,
heldur aðeins um tæknileg vandkvæði á því að halda genginu niðri vegna
sveiflna á framboði og eftirspurn. Það er skaði að fá ekki meira að heyra um
gengisbreytinguna úr þingræðum; það verður víst að bíða þar til gefið verður
út úrval Jóns.
Raunar hefur ritstjórinn, Hannes Gissurarson, bætt mjög um með ritgerð í
afmælisriti Landsbankans er út kom í sumar (Landshagir. Pœttir úr íslenskri
atvinnusögu . . . , „Gengishækkunin 1925“). En jafnvel þar kemur ekki nógu
glöggt fram hvað fyrir Jóni vakti með gengishækkuninni. Hannes talar hik-
laust um það sem stefnu Jóns að koma krónunni í fullt gullgengi, en þá ályktua
virðist hann byggja að talsverðu leyti annars vegar á ádeilum andstæðinga
Jóns, hins vegar á grein hans, upphaflega erindi, frá 1929, sem birt er í ritsafn-
inu (bls. 347-63). En þá eru fjögur ár um iiðin, Jón kominn í hinn ábyrgðar-
lausa sess stjórnarandstöðuleiðtoga og málflutningur hans allur nokkuð
stríður; og þó boðar hann í rauninni ekki endilega hækkun krónunnar í gull-
gengi, nema að því óverulega leyti sem skuldir eða innistæður kynnu að hafa
staðið óhreyfðar allar götur frá 1914. Þangað til ég sé gleggri heimildir um
fyrirætlanir Jóns Þorlákssonar 1925 trúi ég því, að gengishækkunin hafi verið
markaðssveifla, sem Jón lét að vísu ógert að stöðva (það hefði kostað örþrifa-
ráð; ég sé ekki alveg hver) og var líka sæmilega ánægður með eftirá; en trúi því
ekki að hann hafi vísvitandi verið lagður af stað með krónuna áleiðis upp í
gullgengi.
í þessum bókarhluta er ógetið sagnfræðilegrar greinar um „silfrið
Koðrans". Niðurstöður hennar kunna að orka tvímælis vegna ótraustra heim-
ilda, en mjög er hún rökvíslega samin og líklega best stíluð af ritum Jóns, þeim
sem hér eru sett á bók. Sjálfsagt er hún samin í betra tómi en stjórnmálaskrifin
og nýtur þess.
Þá kemur lengsti bókarhlutinn, tólf ritgerðir undir samheitinu „Verklegar
framfarir". Raunar fjallar ein þeirra, um virkjun Sogsins, aðeins um pólitíska
eða lagalega hlið málsins og gæti þess vegna staðið í fyrsta hluta bókarinnar.
En hér eru t. d. nokkrár af elstu greinum Jóns um náttúruvísindi og alþýðlega