Skírnir - 01.01.1986, Síða 364
360
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
verkfræði, ef svo má kalla hana. Einnig greinar sem minna á brautryðjenda-
hlutverk Jóns í notkun steinsteypu á íslandi; svo og um vatnsafl og jarðvarma.
Að lokum myndar fyrrnefnd ritgerð um „Vatnorku á íslandi" sérstakan
bókarhluta. Hér vekur athygli hve gott vald Jón hefur á alþýðlegri framsetn-
ingu fræðilegra efna; og hitt ekki síður hve nærgætinn hann reynist um þær
greinar stóriðju sem helst kunni að nýta íslenska orku.
Inngangur að ritsafninu er, eins ogfyrrsegir, eftir GunnarThoroddsen. Þar
er raunar tekið upp útvarpserindi sem Gunnar hafði haldið í minningu Jóns,
auðvitað mætavel samið sem slíkt. En í svona miklu ritsafni og vönduðu hefði
inngangur mátt vera efnismeiri. Hér er t. d. ekkert um þátttöku Jóns í verslun
og iðnrekstri, og mjög fátt kemst að um afstöðu hans til einstakra málefna.
Einnig hefði inngangur gjarna mátt vera tengdari þeim ritum Jóns sem í bók-
ina eru valin; hér eru ekki einu sinni vísanir í þau rit sem Gunnar ræðir um,
þótt birt séu síðar í bókinni.
Raunar hefði ritstjórinn, Hannes Gissurarson, verið allvel til þess fallinn að
semja bókinni inngang við hæfi. En þótt svo yrði ekki er ærið hans starf að
þessu mikla verki, og virðist það í megindráttum með sóma af hendi leyst.
Ritaskrá Jóns, sem Hannes segir sjálfur að sé ekki tæmandi, er samt mjög
þörf; og er hégómi að finna að því að ekki er alltaf vísað til frumprentunar þeg-
ar grein hefur birst í fleiri blöðum en einu, þ. e. í Morgunblaðinu og síðan í
ísafold og Verði, og er þá frumprentun í Morgunblaðinu, en miklu hægara að
leita í hinu.
Efnisvalið held ég að sé prýðilega heppnað, þótt ég sé ekki svo kunnugur
skrifum Jóns að geta fullyrt um það. Þá hefur Hannes valið heppilegt verklag
við búning textans til prentunar. Þar er nefnilega að mörgu að hyggja. Ekki
aðeins að færa til nútímastafsetningar, heldurt. d. að samræma skammstafan-
ir, leysa upp úr þeim þegar það er til skýrleiksauka, en hagga hins vegar ekki
máli höfundar nema, eins og Hannes segir, „augljósum prentvillum og penna-
glöpum".
Þótt aðferðin sé rétt og góð, vantar hins vegar talsvert á nákvæmnina í
framkvæmd. Prentvillur eru of margar. Ekki bersýnilegar stafvillur; þær hafa
verið allvel hreinsaðar. En heil orð geta verið merkilega vitlaus; t. d. breytist
járnbrautarstúfur í „járnbrautarstút" (bls. 25) oggaflveggirverða „gólfveggir"
(bls. 437). Talnaskrár geta verið rangt upp settar (t. d. bls. 241). Prentvillur
eru of tíðar í tölustöfum. Og á einum stað (bls. 180) hefur heil lína týnst.
Mjög lausleg athugun, einungis á síðasta bókarhlutanum, leiddi m. a. í ljós
eftirtaldar villur:
Bls. 559: Misritun í millifyrirsögn, „vatnsins“ í stað vatnsafls. Bls. 571:
Prentvilla í talnaskrá: „1116“ í stað 1166. Bls. 575: Dálkar í talnaskrám stand-
ast ekki á. Sömu síðu: Gleymist að samræma skammstöfun á millimetrum.
BIs. 618: Prentvilla í frumútgáfu, 1/8, leiðrétt í 1/2, en á eftir samhenginu að
vera 1/3. Bls. 622: Augljós prentvilla í reikningsdæmi, vantar eitt núll; en er
rétt í frumprentun. Bls. 633: Rangt orð, „úr lími“ í stað limi, sem er rétt í