Skírnir - 01.01.1986, Síða 365
SKÍRNIR
RITDÓMAR
361
frumprentun. Bls. 635: Röng tala, „12,20“ (sem samhengis vegna fær ekki
staðist) í stað 1,20, sem réttilega stendur í frumtexta.
Hér hefur sem sagt hvorki verið gætt nógu vel að samhengi textans né
samanburði við frumútgáfuna. Athugun á þessum bókarhluta bendir til þess,
að útgefandi og aðstoðarmenn hans hafi ekki alveg áttað sig á, hvílíkt ná-
kvæmnisverk það er að koma riti óbrengluðu gegnum nýja útgáfu.
Hitt skiptir miklu meira máli, að hér er stórfróðlegt rit út komið, bæði fróð-
legt um Jón Þorláksson sjálfan, sem sannarlega er verður athygli, og fróðlegt
sem heimildarrit um marga þá hluti sem Jón tók þátt í. Tímabil Jóns í stjórn-
málasögu landsins verður okkur ljósara að þessari útgáfu fenginni. Hún er
fyllstu þakkar verð.
Helgi Skúli Kjartansson
Karvel Ögmundsson
SJÓMANNSÆVI. Endurminningar 1.-3. bindi.
Örn og Örlygur, Reykjavík 1981-1985.
Að eigin SÖGN hóf Karvel Ögmundsson að rita endurminningar sínar í Kaup-
mannahöfn 2. febrúar 1969. Þar var hann þá staddur ásamt Þórarni bróður
sínum, sem var að leita sér lækninga. f upphafi heitir Karvel lesendum því, að
hann muni afla sér upplýsinga um þau atriði, er máðst hafi í minningunni, og
er ekki annað að sjá en hann hafi efnt það heit.
Þegar Karvel hóf að festa endurminningar sínar á blað var hann löngu þjóð-
kunnur af störfum sínum. Saga hans er fróðleg og áhugaverð, en þó að mörgu
leyti dæmigerð baráttusaga þeirra, sem fremstir fóru í íslenskum sjávarútvegi
á 20. öld.
Karvel fæddist á Hellu í Beruvík í Breiðavíkurhreppi 30. september 1903 og
voru foreldrar hans hjónin Sólveig Guðmundsdóttir úr Purkey og Ögmundur
Andrésson frá Einarslóni. Þau voru fátæk, en áttu fyrir stórum barnahópi að
sjá og urðu því systkinin að byrja að vinna strax og kostur var.
Endurminningar Karvels eru þrjú bindi og eyðir hann mestu rúmi til að
fjalla um fyrri hluta ævi sinnar og greinir þá nákvæmar frá smáatriðum, en í
umfjöllun um síðari ár. Það má að mörgu leyti kallast eðlilegt. Flestum er svo
farið, að þegar aldur færist yfir, standa atvik og minningar frá bernsku- og
æskuárum þeim ljósar fyrir hugskotssjónum en það sem nær er. Þeir, sem
komnir eru á efri ár, eru og oft að lýsa horfnum heimi, er þeir segja frá fyrri
hluta ævi sinnar og leggja því tíðum meiri alúð við frásögnina. Minningar rifja
þeir upp um fólk og staði, sem voru þeim kærir, og þeim er ljós skyldan að
skila arfinum og vitneskjunni til þeirra, sem á eftir koma. Má slíkt og kallast
einkar nauðsynlegt, þegar litið er til þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa á