Skírnir - 01.01.1986, Qupperneq 366
362
JÓN Þ. ÞÓR
SKÍRNIR
mannlífi og lífsháttum öllum hér á landi á þessari öld: Sá heimur, sem fólk lifði
og hrærðist í á fyrri hluta aldarinnar er löngu horfinn og kemur ekki aftur.
Með þessu er ekki sagt, að frásögn af síðari tímum sé vanrækt, enda verður
Karvel seint sakaður um slíkt. Mörg atvik úr daglegu amstri síðari ára eru hins
vegar næsta hversdagsleg í huga hans, eins og fjölmargra, sem ritað hafa
endurminningar sínar á seinni árum.
Frásögn fyrsta bindis endurminninganna lýkur við árið 1917 og nær því yfir
fyrstu fjórtán æviár sögumanns. Þar segir gjörla frá ýmsum bernskuminning-
um og tengjast þær flestar störfum, fólki og viðburðum á bernskuheimili höf-
undar jafnframt því sem lýst er lífsháttum og verklagi ýmsu, og skotið inn frá-
sögnum, sem Karvel nam á yngri árum af sér eldra fólki, sem mundi miklu
lengra aftur en hann sjálfur. Sýna þessar frásagnir, svo ekki verður um villst,
að hann hefur snemma hneigst til fróðleiks og viljað vita allt sem sannast um
umhverfi sitt.
Þegar frásagnir Karvels af uppvexti sínum vestur á Snæfellsnesi eru bornar
saman við frásagnir annarra manna á líkum aldri, oft úr öðrum landshlutum,
verður því ekki neitað, að margt er þar keimlíkt. Fátt er þó með öllu eins og
hver frásögn er sem steinn í mósaíkmynd, sem verður því heilli og skýrari sem
steinarnir verða fleiri og fjölskrúðugri. Er þá og fróðlegt að bera frásögn Kar-
vels af lífinu á Snæfellsnesi saman við frásagnir annarra, frá öðrum stöðum.
Eins og vænta mátti var sjósókn og sjómennska snar þáttur í lífi Snæfellinga
á uppvaxtarárum Karvels og sjálfur hóf hann ungur sjóróðra frá Sandi. 1 fyrsta
bindi endurminninganna greinir hann rækilega frá fyrstu kynnum sínum af
þeirri atvinnugrein, sem átti eftir að verða starfsvettvangur hans, segir frá sjó-
sókn og sjómönnum, bátum og vinnubrögðum, auk margs annars, er að lífinu
við sjóinn laut. Einkar fróðlegar eru frásagnir hans af miðum og veðurmerkj-
um við Breiðafjörð. Margur nútímamaður kann að undrast, hve nákvæmlega
gamlir sjómenn gátu sagt fyrir um veður með því að aðgæta ýmis kennimerki
á lofti, láði eða legi. Þetta voru reynsluvísindi þeirra tíma, sjaldan bókfest, en
gengu í arf frá einni kynslóð til annarrar. Ótal heiti fylgdu þessum vísindum
og gerir Karvel glögga grein fyrir þeim. Frásagnir hans af miðum eru einnig
mjög fróðlegar, en nú er svo komið, að næsta fáir, jafnvel í hópi sjómanna
þekkja hin fornu mið, þeir þurfa ekki lengur á reynsluþekkingu fyrri kynslóða
að halda. Má þá öllum vera ljóst, hve dýrmætt það er, þegar þeir, sem muna
veðurmerki, mið og annað það er heyrði til daglegu lífi, gera sér það ómak að
skrá sem nákvæmast frásagnir af þeim. Með því er mikilsverðum fróðleik
bjargað frá glötun.
1 öðru bindi tekur Karvel upp þráðinn, þar sem frá var horfið í fyrsta bindi.
Hann segir fyrst nokkuð frá mannlífi, en síðan frá sjósókn og útgerð frá Sandi.
Þá greinir frá veru höfundar á „Mary“ frá Þingeyri, einu síðasta seglskipinu,
sem gert var út á íslandi. Skemmtileg frásögn er af síldveiðum fyrir Norður-
landi og ekki síður af námsdvöl hans við Sjómannaskólann á ísafirði 1926-
1927. 1 lok annars bindis er svo greint nokkuð frá upphafi vélbátaútgerðar á