Skírnir - 01.01.1986, Page 367
SKÍRNIR
RITDÓMAR
363
fslandi, frá fyrstu ísfirsku vélbátunum, frá vélbátaútvegi og vélsmiðjum á
Vestfjörðum, og frá Ólafsvík, auk annarra persónulegra minninga.
Þriðja og síðasta bindi endurminninganna nær yfir miklu lengra tímabil en
hin fyrri. í því rekur höfundur skipstjórnar- og útgerðarmannsferil sinn, segir
frá búferlaflutningum frá Sandi til Njarðvíkur og greinir frá störfum að félags-
málum, bæði í sveitarstjórn og að félagsmálum útgerðarmanna. Fyrirferðar-
mestur er þó eðlilega sá þátturinn, sem fjallar um útgerð og athafnir í
Njarðvík, en þar byggði Karvel upp mikið fyrirtæki.
Hér hefur nú verið greint í stuttu máli frá meginþáttum í endurminningum
Karvels Ögmundssonar. Þær eru tvímælalaust merk heimild um sögu íslensks
sjávarútvegs á þessari öld, en eins og getið var í upphafi þessa máls, er saga
Karvels á margan hátt dæmigerð baráttusaga frá sjávarsíðunni. Hann hóf að
sækja sjó á litlum árabátum vestur á Snæfellsnesi, þar sem aðstæður voru allar
hinar erfiðustu, fátækt mikil með allri alþýðu, en slys og mannskaðar tíð við
sjóinn. Með tilkomu vélbáta breyttist margt til hins betra og Karvel var fljótur
til að afla sér réttinda til að stjórna þeim. Eftir það sóttist honum hraðar á
brattann en áður, hann eignaðist stærri og betri skip og byggði upp stórt út-
gerðarfyrirtæki. Jafnframt tók hann virkan þátt í félagsmálum útgerðarmanna
og í uppbyggingu byggðarlagsins og er þriðja bindi endurminninganna merk
heimild um hvort tveggja.
Karvel Ögmundsson er skemmtinn sögumaður, ágætlega ritfær og býr yfir
mikilli frásagnargleði. Hann lýsir því sem á dagana hefur drifið af hispursleysi
og þótt saga hans snúist eðli sínu samkvæmt um hann sjálfan, gætir hann þess
að láta eigin persónu aldrei skyggja á atburðalýsinguna og dregur fram fjöl-
mörg atriði, sem telja verður almennan fróðleik, auk þess sem hann segir ítar-
lega frá mörgu samferðafólki.
Karvel Ögmundsson er búinn ríkulegum dulrænum hæfileikum og hefur oft
talið sig fá boð úr öðrum heimi er mikið lá við. Um þau mál fjallar hann af
hreinskilni og eru frásagnir hans af dulrænni reynslu sinni allar hinar athygl-
isverðustu.
Ekki getur leikið á tvennu, að góður fengur er að endurminningum Karvels
Ögmundssonar. Þær geyma mikla og áhugaverða sögu og eru ágætlega
skrifaðar. Hið eina, sem égget fundið að bókunum er það, að ástundum þykja
mér frásagnir af áhugaverðum hlutum helsti stuttar. Allur frágangur bókanna
er góður og þær eru prýddar allmörgum myndum.
Jón Þ. Þór
Kristján Karlsson
KOMIÐ TIL MEGINLANDSINS FRÁ NOKKRUM ÚTEYJUM
Sögur
Almenna bókafélagið 1985.
Einhverra hluta vegna hefur smásagan verið vanmetin bókmenntagrein
hérlendis. Samt á hún drjúgan þátt í myndun nýbókmennta okkar. Varð raun-