Skírnir - 01.01.1986, Side 368
364
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
ar fyrst bókmenntagreina til að túlka íslenskt nútímalíf undir lok seinustu
aldar. Þá um tíma ríkjandi prósaform og hóf ný efni inn í skáldskapinn: bann-
færðar hugmyndir, bældar tilfinningar. Hér sem víðar ruddi hún leið, braut
helgimyndir og tjáði sjálfsvitund sem var að skapast með þjóð í nýju samfé-
lagi. Orðin til í uppreisn gegn skáldsögu er byggðist á úreltu hugmyndakerfi
og erlendum formum. í henni fékk hið mállausa mál, hið undirokaða upp-
reisn. Svipað gerðist á sjötta áratug þessarar aldar. Engu að síður hafa flestir
rithöfundar litið á smásöguna sem aukabúgrein frá annarri iðju, sótt í hana
hvíld eða orku til metnaðarfyllri verka, aðeins fáir lagt við hana verulega rækt
og formvitund þeirra þá oft lítil, þeir sótt í skóla fyrirrennara um yrkisefni og
formgerðir, ekki hætt sér út á óruddar brautir. Smásagnagerð hérlendis hefur
og lengi einkennst af einhæfri kröfu um að saga eigi að vera orsakakeðja, hlut-
læg eftirlíking raunverulegra atburða, rökvís oggegnsæ. Afleiðingin sú að þær
smásögur sem hátt hefur borið líkjast helst ófullburða skáldsögum, margar
hverjar. Frá þessu eru að vísu ýmsar undantekningar en þegar á heildina er lit-
ið má álykta að íslenska smásagnagerð hafi sárlega skort eigin fagurfræði.
Ýmsir hafa bent á þetta áður, þeirra á meðal Kristján Karlsson sem sinnt hefur
smásögunni talsvert um árabil. Á sjötta áratugnum sá hann um útgáfu á smá-
sögum ungra skálda og nú nýlega á úrvalssafni íslenskra smásagna, sem kom
út hjá Almenna bókafélaginu. Að auki hefur hann ritað nokkuð um eðli og
birtingarform smásögunnar. Af þeim sökum er spennandi að sjá hann nú í
hlutverki skáldsins. Hvaða ávöxt hefur áralöng hugsun um smásöguna, form
hennar og náttúru, borið - spyr lesandi sjálfan sig.
Fyrir margt löngu benti Kristján á tvær hættur í smásagnagerð. I fyrsta lagi
yrði hin hefðbundna atvikssaga oft ekki annað en fyrirgangur. í öðru lagi gæti
hin ljóðræna og innhverfa saga orðið svo mikið einkamál að hún skipti höf-
undinn einan máli. Einhvers staðar á milli lægi hins vegar meðalvegur sem í
fælust sjálfstæð sjónarmið. -Mér sýnist Kristjáni takast oft að finna þennan
veg í bók sinni Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Sögurnar eru
yfirleitt þéttar í sér með afbrigðum, formskipan þeirra og óvenjuleg sé tekið
mið af íslenskri smásagnagerð. Á vissan hátt bera þær merki þeirrar formbylt-
ingar sem átti sér stað á sjötta áratugnum þegar fram komu höfundar sem
brutu í bága við hefðina og leyfðu sér frjálsara form en tíðkast hafði. Sögur
sumra þeirra voru huglægs eðlis, oft óræðar á við frumspekilega ljóðlist enda
mikil áhersla lögð á myndsköpun, hrynjandi og stíl. Þær þörfnuðust ekki snú-
innar ííéttu til að öðlast merkingu; það sem sameinaði þær var ekki sláandi at-
vik eða lík í ísskáp heldur yfirþyrmandi hugblær eða tilfinning sem skapaðist
af málinu sjálfu, ljóðrænu og táknríku. Eða, með öðrum orðum: tungumálið
var veruleiki þeirra en ekki heimurinn fyrir utan, samþykktar hugmyndir okk-
ar um hann.
Sögur Kristjáns eru raunsæislegar við fyrstu sýn. Hann þéttir þær með því
að raða saman smámunum og brotakenndum skynhrifum, staðháttalýsingar
eru nákvæmar og hlutlægar. Engu að síður er eins og sögurnar lokist eigi að