Skírnir - 01.01.1986, Page 369
SKÍRNIR
RITDÓMAR
365
leggja á þær mælikvarða hversdagslegrar skynsemi. Þá ganga þær sjaldnast
upp, vekja þess í stað vitund lesandans um eitthvað fullskapað en þó ólokið.
Þessar sögur eru ekki raunsæislegar eftirlíkingar heldur málgerðir á hreyf-
ingu, leikir að formi og sjónarhornum. Stíllinn gefur þeim eigið líf en ekki
þráðurinn sem að jafnaði er einfaldur en þó flæktur með ýmsu móti eða
dulinn. Það sem í fyrstu virðist vera aukaatriði eða skraut reynist við nánari
lestur vera lykill að skilningi. Sögurnar krefjast því hægs og nákvæms lestrar.
Enginn getur lesið þær í striklotu eins og hefðbundna raunsæissögu því að þær
eru oftast öðru fremur ósagðar sögur. Það sem sagt er óbeinlínis eða alls ekki
er oft mikilvægara en það sem sagt er berum orðum. Sögurnar einkennast
þannig af hugvekjandi samþjöppun og knýja lesandann til þátttöku í Iífi
þeirra.
Sögum bókarinnar má skipta í tvennt. Fjórar hafa New York að sögusviði,
þrjár samdar á sjötta áratugnum, ein árið 1974. Hún heitir Eindagar og tengir
fyrri hluta bókarinnar við þann síðari, þrjár sögur frá seinustu árum og gerast
í þorpi tvær, ein í hóteli. Ekki er ástæða til að lýsa hverri sögu fyrir sig en allar
eru um margt frábrugðnar hefðbundnum sögum, geyma þó flestar örlagarík
hvörf, leiftur sem lýsa upp mannsævi, afhjúpun, sálræn umskipti. Að því leyti
styðst höfundurinn við gamalkunna tækni. Söguhetjurnar í New York-sögun-
um eiga það til dæmis sameiginlegt að sjá um seinan, skilja of seint, með
hörmulegum afleiðingum: niðurlægingu, dauða. Mikið ber á upphafinni en
listhneigðri manngerð sem einangruð er í sjálfsdýrkandi veröld og telur sig
vita en veit ekki, fáránlega vitsmunaleg og tilfinningalega bernsk. Höfundi
tekst að lýsa þessari manngerð á aðdáanlegan hátt, sögurnar fullar af fínlegu
háði þótt lýsi meinlegum örlögum.
Af þessum sögum hafa Eindagar nokkra sérstöðu. í henni rifjar sögumaður
upp löngu liðinn tíma í New York. Einstök atriði raðast saman á draumkennd-
an hátt, sundurleit fyrirbæri sem virðast óskyld renna í eitt: mynd á vegg,
minning um bók, samtalsbrot, persónur á bar - mynda til samans ákveðið
andrúm, sterkt og uggvænlegt. Lesandi veit ekki fremur en sögumaður hvað
raunverulega gerðist og hvað ekki. í minninu blandast ímyndun og veruleiki,
ný hlutföll verða til, óræð, eða eins og segir í sögunni: „Það var ein af þessum
skrýtnu einslegu missýnum, sem ber fyrir mann öðru hverju og merkja ekki
nokkurn skapaðan hlut, nema duttlunga, óheiðarleik og ósvífni minnis-
ins“(82). í þessari sögu sem og öðrum yngri má sjá meðvitaða viðleitni til að
sýna vitund að starfi, ómögulegt að segja hvar henni lýkur og umheimurinn
tekur við. Höfundurinn reynir að skrifa texta þar sem skilrúm hins innra og
ytra rofna, eða eins og segir í einni sögunni: „Dreymd tilfinning er jafnraun-
veruleg og sama tilfinning í vöku“(92). Ef til vill birtist viðfangsefni höfundar-
ins í þessum orðum, markmið hans, það sem hann vill tjá.
Yngri sögurnar eru þó ekki aðeins könnun á huglægni og sjálfsveru, einka-
leg rannsókn. Þær lýsa einnig tilfinningalegum hvörfum og vísa langt út fyrir
sig, birta heim í hnotskurn. í tveimur þeirra er sögumaðurinn barn sem skynj-