Skírnir - 01.01.1986, Page 370
366
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
ar aðsteðjandi háska en skilur þó ekkert til fulls, heimurinn eins og ryðst inn
í vitund þess með kynlíf og dauða. Stíllinn margslunginn og gefur sögunum
dulmagnaðan blæ, ekkert um of.
Sögur Kristjáns eru nútímalegar að því leyti að þær tengja í eitt ringulreið
og formfestu, fjalla um skynreynslu sem virðist næsta óræð og tilviljunar-
kennd en lúta þó um leið bókmenntalegu heildarsniði, listrænni formgerð.
í þessu sambandi má vitna í Lawrence sem sagði um smásöguna árið 1928:
As a matter of fact, we need more looseness. We need an apparent formless-
ness, definite form is mechanical. We need more easy transition from mood
to mood and from deed to deed. A good deal of the meaning of life and of art
lies in the apparently dull spaces, the pauses, the unimportant passages.
Kristján mun að nokkru sama sinnis því að í sögum hans fara saman strang-
ur formvilji og viðleitni til að tjá brotakennt eðli skynreynslunnar, rökleysið
og óraunveruleikann. Hann forðast að túlka heiminn, binda hann í föst form,
hlutir og atvik skipast niður án einfaldra orsakatengsla - sú rökvísi sem tengir
er ímyndunaraflsins. Flestar sögurnar búa yfir óstöðugleika eða óvissu sem
nær til viðtekinna gilda og formgerða sem manneskjurnar lifa í. Þessi túlkun-
arfælni gengur hvað lengst í síðustu sögunni sem samnefnd er bókinni. Þar
brotnar hins vegar að mínum dómi hið viðkvæma jafnvægi: sagan er safn brota
sem ekki tengjast í vitund lesandans nema að takmörkuðu leyti, sameinandi
afl skortir. Slíkt er hins vegar undantekning því að sögur bókarinnar sæta
flestar tíðindum, sumar með afbrigðum vel gerðar, til dæmis Fagurkerarnir.
Þær sýna að lífsvon smásögunnar er mikil og að hún virðist laga sig einkar vel
að reynslu okkar og lífsskilyrðum. Kannski formið sjálft endurspegli tauga-
kerfi nútímans betur en önnur form: friðleysið, kennsl óraunveruleika, brota-
kennda tilvist, hin einangruðu augnablik.
Matthías Viðar Sæmundsson
SlGURÐUR PALSSON
LJÓÐ NÁMU LAND
Forlagið 1985.
Aftan á næstnýjustu ljóðabók Sigurðar Pálssonar, Ljóð vega gerð (1982),
segir að það sé þriðja og síðasta bindi Ljóðvegasafns Sigurðar. Nú eru ljóð
hans sem sé hætt að vega og eru reyndar farin að nema í staðinn. Nýjasta bók
Sigurðar heitir nefnilega Ljóð námu land. Þegar í bókinni Ljóð vega menn
(1980) var Sigurður þó farinn að hugsa um landnám og ljóð í sömu andránni: