Skírnir - 01.01.1986, Page 371
SKÍRNIR
RITDÚMAR
367
Landnám þitt á hvelfingunni
daglangt og árvisst
ræður ljóðför
(bls. 9).
Svo kemst Sigurður að orði í Ijóðabálknum Á hringvegi ljóðsins. í Ljóð námu
land útfærir Sigurður nánar orðaleikinn sem felst í titli bókarinnar: ljóðin
komu til landsins og námu það; og landið reyndist geyma ljóðnámur miklar.
f Ljóð námu land halda ljóð Sigurðar ýmsum fyrri einkennum sínum. Þar á
meðal má nefna að hann yrkir ljóðaflokka eða bálka með innbyrðis tölusett-
um vísum. í Ljóð námu land heita bálkarnir Ljóðnámuland I-IX, Ratsjá
vongleðinnar I-V, Miðbærinn í Reykjavíkurborg I-XXX og Þáframtíðar-
skildagi I-IV. Utan bálkanna er kvæðunum skipt í þætti, og heita þeir Vor-
kvöld í Reykjavík (8 kvæði), Draumorð (6) Færeyjar (4) og Nær og fjær (5).
Alls eru þættir bókarinnar því átta talsins.
Meðal þess sem hefur einkennt kvæði Sigurðar eru vísanir hans til staða í
kvæðum sem gefa svipmynd af þeim eða andrúmslofti sem skáldið tengir
þeim. í fyrri bókum skáldsins eru mörg ljóð bundin útlendum staðanöfnum
svo sem Rue Vieille-de-Temple, Rue Dombasle, London, París, New York.
En oft sést að Sigurður er ekki síður að hugsa um heimahaga en útlönd, hvað
svo sem staðanöfnum líður. Ljóðaflokkurinn Talmyndastyttur I-IV (í Ljóð
vegagerð) eru svo aftur Reykjavíkurmyndir. Reykjavíkurmyndirnar í þessum
tveim síðustu bókunt Sigurðar eru reyndar áberandi skemmtilegar.
Obbinn af kvæðum bókarinnar Ljóð námu land er bundinn íslandi. Þetta á
við um flokkinn Ljóðnámuland I-IX sem að sjáifsögðu vísar til Landnámu,
auk þess að fjalla um skáldskap í víðum skilningi. En fyrst og fremst á þetta
við um Reykjavíkurkvæðin sem eru mörg í bókinni (bálkurinn Miðbærinn í
Reykjavíkurborg I-XXX og kaflinn Vorkvöld í Reykjavík), og eru þau raun-
ar meira en helmingur hennar að tölu. Kvæðið Annar í páskum er til dæmis
eins konar skoðunarferð um miðbæ Reykjavíkur allt frá Kaffivagninum um
Austurvöll, Lækjartorg, Lækjargötu og út á Umferðarmiðstöð. Pau kvæði
bókarinnar sem beinlínis tengjast erlendri grund eru Færeyjakvæðin og er þar
leitað skemmra en fyrr, en Sigurður hefur annars löngum haft hugann í Frakk-
landi ef marka má kvæði hans. Hér er reyndar eitt Frakklandskvæði, Skilning-
ur, og er það ekki meðal bestu kvæða bókarinnar.
Sigurður gefur landnámsvísuninni margvíslegt gildi í bók sinni: með því að
vísa í Landnámabók, með því að þrengja landfræðilegan hring sinn og með
því að gerast borgarskáld. Sigurður lætur ljóð sín nema land á íslandi með
þessari bók, og þá ber hann eðlilega fyrst niður í Reykjavík; hann fetar þar í
fótspor Ingólfs í sögunni. Að yrkja ljóð er eins og að nema land, ferð út í hið
ókunna; og þetta kemur fram í skáldskap ekki síst í myndgervingum ljóðsins.
Á því sviði er Sigurður Pálsson einmitt sterkur fyrir.
Hvernig eru kvæði Sigurðar Pálssonar? Lengd vísnanna er misjöfn, allt frá
tveim línum upp í 33. Kvæðin eru órímuð og sjaldan stuðluð. Burðarás þeirra