Skírnir - 01.01.1986, Page 374
370
ÁRNI SIGURJÓNSSON
SKÍRNIR
Sumt er gott og skemmtilega hugsað í slíkum bollaleggingum hjá Sigurði, ann-
að of óljóst fyrir minn smekk.
Að samanlögðu má segja að Ljóð námu land sé ágæt ljóðabók þótt
hún sé nokkuð ósamstæð að efni. Styrkur Sigurðar, myndmálið, heldur gildi
sínu sem fyrr. Sennilega hefur það truflað suma þá sem lásu fyrri bækur
skáldsins hve þær voru bundnar framandi stöðum; í Ljóð námu land er meira
fjallað um Reykjavík en aðra staði, og ætti það að gera bókina hugnanlegri
hérlendum. Sigurði fer vel gervi borgarskáldsins. Hann er ljúft skáld. Oghann
lætur hið staðbundna ekki setja sér of þröngar skorður heldur tengir það víð-
tækustu hugleiðingum hvenær sem honum sýnist.
Árni Sigurjónsson
SUGAWARA, KUNISHIRO
HOKU-Ö SHINWA (Norræn goðafræði)
Tökyö Shoseki, Tökyö 1984.
Undir þessum framandlega titli er að finna eina ýtarlegustu og trúverðugustu
framsetningu á norrænni goðafræði, sem til er. Höfundurinn er þegar vel
þekktur meðal fræðimanna fyrir ágæt rit og ritgerðir svo og fyrir þýðingar, er
snerta norræna menningu [1-4], svo að ekki kemur á óvart að fá frá honum
nýtt rit um þessi efni.
í formála (bls. 1-5) skýrir höfundur markmið bókarinnar, en þaðer að setja
fram allt efni, sem þekkt er í norrænni goðafræði, á skýran og auðskilinn hátt.
Hins vegar er markmið bókarinnar hvorki rannsókn á goðsögnunum né held-
ur neins konar samanburðargoðafræði eða samanburður ýmissa goðsagna.
Tessu yfirlýsta markmiði er fylgt út í yztu æsar og er heimildunum öllum fylgt
trúlega án þess þó, að höfundur meini sér að geta á nokkrum stöðum um ólík-
ar skoðanir vísindamanna varðandi ýmsar heimildir eða varðandi vissa staði í
heimildunum. Einnig getur höfundur sjálfur um eigin skoðanir á ýmsum atrið-
um, ef hann hefur í rannsóknum sínum komizt að niðurstöðum, sem eru á
annan hátt en fram til þessa hefur verið talið.
Langsamlega mikilvægustu heimildirnar eru íslenzkar. Eru það fyrst og
fremst verk Snorra Sturlusonar, þ. e. Gylfaginning og Skáldskaparmál, en
einnig eru Eddukvæðin nýtt til fullnustu og sömuleiðis ýmis atriði í nokkrum
íslendingasögum. Höfundur þekkir þar mjög vel til. Auk íslenzkra heimilda
nýtir höfundur út í yztu æsar verk Saxo Grammaticus, verk Adams frá Brim-
um og Germaníu Tacitusar. Pað eru áreiðanlega ekki margir fræðimenn í nor-
rænni goðafræði, sem þekkja þessar heimildir eins vel og prófessor Sugawara.
Ef getið er um sama atriði í ólíkum heimildum og þær greinir á, athugar höf-
undur trúverðugleika hinna ýmsu heimilda, áður en hann tekur afstöðu (t. d.
bls. 127-128 um Óðinn sem konung) eða þá lætur málið vera óútkljáð.