Skírnir - 01.01.1986, Page 380
376
HÖSKULDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
Bækur með sama nafni voru gefnar út í frumútgáfu 1966 og 1968. Var Þor-
steinn Jósepsson, rithöfundur og blaðamaður, höfundur fyrra bindisins, en
Steindór Steindórsson, skólameistari, höfundur þess síðara. Útgáfa þessara
bóka þótti tíðindi. Ekki fór á milli mála, að miklum fróðleik hafði veriðsafnað
saman um land okkar. Höfundum bókanna var það fullljóst, að eigi gæti allt
verið villulaust í svo viðamiklu verki og að nokkur dirfska væri að leggja svona
bækur fyrir þrætugjarna þjóð. Er ekki að efa, að ákvörðun um útgáfu bókanna
var rétt og nauðsynlegur undanfari þeirrar glæsilegu útgáfu sem hér verður
fjallað um.
Bækur í hinni nýju útgáfu eru stofustáss. Þær eru útlitsfagrar, gerðar á vand-
aðan pappfr og stærð þeirra slík, að þær fara betur í hendi þess er situr í næði
í stofu sinni heldur en í farteski ferðalangs. Stærð og þyngd hvers bindis er
þægileg og leturstærð ágæt. Gagnrýnt hefur verið hversu óþægilegar bækur
þessar séu til nota á ferðalögum vegna stærðar þeirra. Hér verður ekki bæði
sleppt og haldið. Gerð og uppröðun efnis þyrfti að vera allt önnur væri um
ferðahandbók að ræða. Vænta má, að ný útgáfa Vegahandbókar leysi að
nokkru úr þörfum ferðalanga á upplýsingum um staðfræði.
Um 1400 myndir eru í bókunum, flestar í lit og til mikillar prýði. Notkun
landslagsmynda sem teknar eru með aðdráttarlinsum fara þó ekki vel í riti,
sem ætlað er að gefa sanna mynd af staðháttum. Myndin á kápu 3. bindisins
gefur t. d. til kynna, að húsin í Viðey séu við rætur Esju. Lítt er skiljanlegt
hvaða erindi myndir af algengum fuglum og blómum eiga í ritið og virðist
hvergi vitnað til þeirra í texta. Sem dæmi má nefna myndir af lambagrasi,
gulmöðru, tjaldi og stormmávi. í ritinu er vfða vikið að sjaldgæfum plöntum
í frásögnum af stöðum og hefði það verið góður kostur að birta myndir af því
fágæti í tengslum við staðarlýsingu. Röðun mynda er í sumum tilvikum næsta
óskiljanleg. í fyrsta lagi hefðu myndirnar á bls. 69-88 í 6. bindi verið betur
komnar með staðarlýsingum en sem sjálfstæður kafli. í annan stað eru myndir
slitnar frá texta. Býsna langt er t. d. milli frásagnar af Hofi (Kjós) á bls. 84 í 2.
bindi og myndar af Hofsvík á bls. 250 t sama bindi. Sama má segja um Hof-
staði (Snæ) á bls. 92 og mynd frá Hofstaðavogi á bls. 202. Mynd úr Vatnsdal
er á bls. 179 í 1. bindi en frásögn um sjö Vatnsdali á bls. 40-42 í 5. bindi. Ekki
er þess getið hvaða Vatnsdalnum myndin tilheyrir. Um Brennisteinsöldu
(Rang) á bls. 116 f 1. bindi segir að litskrúði hennarverði ekki lýstmeðorðum.
Hefði ekki mátt reyna að birta mynd af fjallinu?
Það er kostur að myndirnar eru ekki einskorðaðar við sumartíma. Skoða
má landið allan ársins hring og er athygli vakin á haust- og vetrarmyndum.
Sérstaklega eru hér tilgreindar mynd frá Hlíðarvatni á bls. 78 í 2. bindi og
mynd úr Botnsvogi á bls. 150 í sama bindi, frá Langasjó á bls. 22 í 3. bindi og
frá Tröllaskaga á bls. 270 í 4. bindi.
Einstaka myndir virðast undirlýstar að ástæðulausu, t. d. mynd úrLangadal
í Þórsmörk, bls. 231 í 5. bindi, sem auk þess var orðin úrelt sem samtímaheim-
ild áður en til útgáfunnar kom.