Skírnir - 01.01.1986, Page 381
SKÍRNIR
RITDÓMAR
377
Nýja útgáfan er miklum mun viðameiri en frumútgáfan. Hún hefur að
geyma 4600 uppflettiorð til samanburðar við 2660 orð, sem voru í frumútgáf-
unni. í texta nýju útgáfunnar má finna um 14300 staðanöfn með hjálp lykil-
orða í 6. bindi. Auk þessa er hið mikla safn mynda nýmæli, en í frumútgáfunni
voru aðeins 47 svarthvítar myndir. Fróðleikur sá sem þarna hefur verið festur
á blað fyllir sæmilega reyndan ferðamann nokkurri örvæntingu yfir hversu lít-
ið hann í reynd þekkir til lands síns.
Val á stöðum sem getið er um í bókunum er ekki efni til gagnrýni. Hins veg-
ar virðast höfundar af og til svo ósparir á fróðleik sinn, að um það má deila,
hvort hann hafi allur átt erindi á síður þessa rits. Má sem dæmi nefna upptaln-
ingu eða jafnvel langlokur um bæjarfélög. Vendilega er tekið fram hvenær
barnafræðsla hafi hafist í kaupstöðum og mætti ætla að hún hafi yfirleitt ekki
hafist annars staðar í landinu. Vikið er að því hvenær bindindisfélög og ung-
mennafélög hafi verið stofnuð og þess sérstaklega getið, að kvikmyndasýning-
ar hafi hafist í Hveragerði 1939, sparisjóður stofnaður þar 1962 og loks að
Búnaðarbanki íslands hafi yfirtekið hann og stofnað útibú þar 1967.
Varla verður það talið til stórtíðinda þótt Jón Jónsson, bóndi á Hofi í
Vatnsdal hafi gefið gangnamönnum í staupinu haustið 1924 í Bríkarhvammi
(A-Hún) eða að Guðmundur Ólafsson, bóndi á Vindhœli (A-Hún) hafi skor-
ast ungur undan því að takast hreppstjórn á hendur.
Stundum virðast höfundar eiga í erfiðleikum með að halda sér við efnið. í
umfjöllun um Brú (N-Múl), bls. 119 í 1. bindi, er mestu máli eytt í frásögn er
tengist Eiríksstöðum og er sú eina ástæðan að sonur bónda er bjó á Brú á 18.
öld var vinnumaður á Eiríksstöðum (N-Múl).
Fréttagleðin nær þó hámarki þegar fjallað er um kirkjur og prestsetur. Þess
er t. d. sérstaklega getið í frásögn af Vallanesi (S-Múl), að prestur er þar sat
1971-1975 hafi m. a. skrifað doktorsritgerð á þýsku um trúræn viðhorf í
Heimsljósi og Reynivalla (Kjós) er m. a. getið fyrir að hafa haft sama orgel-
leikarann í 40 ár.
Á hinn bóginn eru staðir þar sem áhersluatriði vantar er ætla mætti að væru
kjarni frásagnar. Sem dæmi mánefna, að í frásögn af Árnabotni (Snœ), bls. 52
í 1. bindi, er ekki vikið að þekktri sögu um einn ábúanda þeirrar jarðar. Ætla
má, að Árnabotn dragi nafn sitt og sé fyrst og fremst kunnur af Árna nokkrum
Ólafssyni er þar bjó á síðari hluta 17. aldar. Vísan alkunna:
Árni í Botni allur rotni
ekki er dyggðin fín.
Þjófabæli, það er hans hæli,
þar sem aldrei sólin skín.
er um nefndan Árna svo og þjóðsagan „Skyldu bátar mínir róa í dag".
Svarthamars (N-ís) er getið á bls. 233 í 4. bindi fyrir það eitt að þar fæddist