Skírnir - 01.01.1986, Page 382
378
HÖSKULDUR JÓNSSON
SKfRNIR
Jón Ólafsson Indíafari. Á því má vekja athygli að bærinn ber nafn af svörtu
klettabelti sem er beint upp af bænum.
Lengi má bæta. Útgefandi og höfundar hafa greinilega lagt sig fram við að
sníða þá hortitti af sem samkvæmt lögmáli hljóta að fylgja ritum sem þessu.
Ber skrá um leiðréttingar í 6. bindi glöggt vitni um þá viðleitni. Eru margar
leiðréttinganna þegar komnar inn í þau bindi sem hafa verið endurútgefin. En
jafnvel leiðréttingum getur verið ábótavant. Um Skjaldfannardal segir t. d.,
að sá dalur sé milli Steindórsfells og Ármúla. Hið rétta er, að dalurinn er milli
Melgraseyrarmúlans og Ármúlans. Steindórsfell er lágt fell framarlega í
dalnum.
Hattfell (Rang) heitir í leiðréttingunum Hattafell. Það nafn er ekki að finna
á kortum eða í bókum, sem höfundi þessarar greinar eru tiltækar.
Nokkur atriði má nefna, sem ennþá bíða leiðréttingar. Um Eyri (N-ís) segir
ábls. 183 í 1. bindi: „HjáleigafráEyrihétTraðir, nú lönguhorfin. Þarfæddist
Magnús Hjaltason (1873-1916) sem er fyrirmynd að Ólafi Ljósvíkingi í skáld-
sögu Halldórs Laxness, Heimsljósi. Gunnar M. Magnúss skráði sögu hans,
Skáldið á Þröm (1956)“.
Á bls. 267 í 4. bindi segir svo um bæinn Tröð (N-ís) „Bær í Súðavíkur-
hreppi. Þar fæddist Magnús Hjaltason.......“ í sögu Magnúsar, Skáldið á
Þröm, segir að Magnús hafi verið fæddur að Tröð í Álftafirði 7. ágúst 1873.
Ljóst er að eitthvað fer hér á milli mála um Traðir við Eyri. Það nafn er reynd-
ar framandi núlifandi mönnum, sem uppaldir eru á Eyri.
Á bls. 63 í 2. bindi er jörðin Hestur (Borg) sögð eign Búnaðarfélags íslands
er reki þar tilraunabú í sauðfjárrækt. Hið rétta er, að jörðin er ríkiseign en til-
raunabúið er rekið af Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Á bls. 131 í 3. bindi er fjallað umNauteyrarhrepp (N-fs). Segir þar að hrepp-
urinn nái „yfir Langadalsströnd en svo nefnist strandlengjan frá Kaldalóni til
suðurs í botn ísafjarðar".
Nær lagi mun vera að Langadalsströndin nái frá Kaldalóni að Nauteyri. Eru
þetta þau mörk, sem heimamenn nota nú. í Árbók Ferðafélags íslands frá
1949 er Langadalsströnd talin frá Nauteyrarós eða mynni Langadals og út að
Kaldalóni. Með hliðsjón af þessu verður staðsetning Arngerðareyrar (N-ís),
bls. 35 í 1. bindi, ekki rétt en bærinn er talinn á Langadalsströnd.
Kirkjan á Nauteyri (N-ís), bls. 132 í 3. bindi, er sögð hafa verið flutt frá
Kirkjubóli í Laugadal. Rétt er að kirkjan var flutt frá Kirkjubóli í Langadal,
sbr. frásögn af Kirkjubóli (N-ís) á bls. 244 í 2. bindi.
Nokkurrar ónákvæmni gætir í frásögn af Snœfjallahreppi (N-ís), bls. 142 í
4. bindi, þegar greint er frá því að Grunnavíkurhreppur hafi verið sameinaður
Snæfjallahreppi „fyrir um 20 árum“. Betur færi að dagsetja þennan samruna,
en hann mun hafa orðið 30. desember 1963.
Höfundur þessarar greinar er ekki sérstaklega staðháttafróður. Draga má
því af dæmum þessum þá ályktun að enn sé nokkurt verk fyrir höndum við að
leiðrétta villur í þessu viðamikla verki.
Margt er í ritinu er gefur tilefni til vangaveltna um réttmæti. Er það eðlilegt