Skírnir - 01.01.1986, Side 384
380
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
SKÍRNIR
Þór Whitehead
STRÍÐ FYRIR STRÖNDUM
Almenna bókafélagið 1985.
Þór Whitehead hefur tekist gagnlegt verkefni á hendur þar sem er saga ís-
lands í síðari heimsstyrjöldinni. Hann vakti snemma á sér athygli sem efnileg-
ur sagnfræðingur með ritgerðum í Skírni, Eimreiðinni og Lesbók Morgun-
blaðsins um ýmsa þætti í sögu heimsstyrjaldarinnar. Heimildir sínar sótti hann
þá helst í erlend gögn eða skýrslur erlendra manna, sem hér höfðu dvalist sem
fulltrúar ríkis síns. Hann hafði kynnt sér vel þessar heimildir, en þeim er ekki
alltaf að treysta og stundum vafasamt að byggja ályktanir á þeim. Þótt þessar
ritgerðir Þórs væru verulegur ávinningur fyrir sögu umrædds tímabils, skorti
þar stundum á að málefni væru skoðuð frá fleiri hliðum.
Þetta voru hins vegar byrjendaverk, og Þór hefur farið vaxandi bæði sem
fræðimaður og rithöfundur. Hann hefur tamið sér vandaðan og skemmtilegan
frásagnarhátt og standa aðrir honum nú ekki framar að því leyti. Hann leitar
orðið heimilda eins víða og kostur er og vinnur úr þeim af kostgæfni og sam-
viskusemi. Enginn maður getur hins vegar unnið slík verk þannig að ekki megi
deila um ályktanir og niðurstöður.
í framhaldi af áðurnefndum ritgerðum hefur Þór Whitehead hafið að rita
bókaflokk, sem hann nefnir ísland í síðari heimsstyrjöldinni. Fyrsta bókin,
Ófriður í aðsigi, kom út 1980 og hlaut þá að verðleikum góðar móttökur. Önn-
ur bókin, Stríð fyrirströndum, kom út á síðastliðnu hausti og verður hún gerð
hér lítillega að umtalsefni.
Þór skiptir þessari bók sinni í tvo aðalkafla. Fyrri kaflinn, Gerlach leggur net
sín, fjallar um viðbúnað Þjóðverja á íslandi og þó einkum eftir að Werner
Gerlach kom til landsins sem aðalkonsúll Þjóðverja. Hann hafði hér heldur
stutta dvöl, kom hingað 30. apríl 1939 og var handtekinn af Bretum 10. maí
1940. Erindi hans hingað virðist hafa verið tvíþætt; annars vegar að finna hér
hreinræktaða germanska þjóð, sem ætti það einangrun sinni að þakka að
stofninn hafði haldist óblandaður; hins vegar að vinna í þágu stríðsundirbún-
ings Þjóðverja.
Þótt Gerlach ynni með þýskum dugnaði og samviskusemi að þessum verk-
efnum sínum hafði hann ekki erindi sem erfiði. Þjóð sögueyjunnar setti niður
í augum Gerlachs, þegar hann fór að kynnast henni. Honum varð heldur ekki
mikið ágengt hvað stríðsundirbúninginn snerti. í raun réttri er Gerlachssaga,
eins og Þór rekur hana nákvæmlega og skemmtilega, studda margvíslegum til-
vitnunum, ekki mikil saga, enda spannar hún ekki nema eitt ár. Af henni má
þó draga ályktanir um það, hvað hér hefði verið í vændum ef Þjóðverjar hefðu
verið á undan Bretum að hertaka fsland eða orðið sigurvegarar í styrjöldinni.
Það er því þakkarvert að Gerlachssaga hefur verið rituð.
Síðari kafli bókarinnar nefnist í upphafi ófriðar. Þar segir frá viðleitni Breta
fyrir styrjöldina til að afla sér upplýsinga um kafbáta- og skipaferðir við
ísland, ef til stríðs kæmi. Hér er ítarlegast sagt frá því, að enskur laxveiðimað-