Skírnir - 01.01.1986, Side 385
SKÍRNIR
RITDÓMAR
381
ur, Lionel S. Fortescue, sem var ýmsum Framsóknarflokksmönnum að góðu
kunnur vegna áhuga hans á laxarækt, tók að sér að skipuleggja vissa upplýs-
ingasöfnun fyrir Breta, og fékk til liðs við sig Jónas Jónsson frá Jlriflu, sem
taldi ekki síður nauðsynlegt fyrir íslendinga en Breta að hafa sem mesta vitn-
eskju um dularfullar skipaferðir við landið. Jónasfékk mikinn vin sinn ogfylg-
ismann, Ólaf Sigurðsson bónda á Hellulandi, til að fara hringferð um landið
og fá trausta menn til að senda Tímanum fréttir, ef þeir yrðu varir við kafbáta,
og skyldi Tíminn birta þær jafnharðan í sýningarglugga, en um leið láta mann,
sem kom fréttunum áleiðis til Breta, fá um þetta vitneskju. Þeir Fortescue og
Ólafur heimsóttu nokkra staði í þessum erindum, en aðallega var það þó Ólaf-
ur einn sem fékk menn til að senda Tímanum umræddar fréttir. Um þessar
mundir ferðaðist Ólafur talsvert um landið, því að Búnaðarfélag íslands hafði
ráðið hann til að veita mönnum leiðbeiningar um æðarvarp, en Ólafur hafði
mikla þekkingu á þeim málum, eins og mörgum fleirum, en hann var mikill
áhugamaður um framfarir og áttu þeir Jónas Jónsson því vel skap saman.
Vegna tilmæla Jónasar tók ég að mér að sjá um að fréttirnar yrðu settar í sýn-
ingarglugga Tímans og þeim jafnframt komið til þess manns sem síðan lét
breska fréttastofu, að því talið var, vita um þær. Með því að birta slíkar fréttir
strax og þær bárust í sýningarglugganum, var fylgt eðlilegum hlutleysisreglum
og Þjóðverjum veittur kostur á að fylgjast með þessu, þótt Bretum væri veitt
öllu betri aðstaða með því að láta þá fá vitneskju um þær strax og þær voru
birtar í glugganum.
Þannig má skilja upplýsingar, sem hafðar eru eftir Fortescue í tveimur
greinum í Lesbók Morgunblaðsins 1974, að Framsóknarflokkurinn hafi staðið
að baki umræddri fréttaþjónustu. Þetta er rangt. Að því er ég best veit, vissu
ekki aörir Islendingar um þetta en Jónas, Ólafur, ég og sá maður sem ég hafði
samband við. Hinsvegar átti Fortescue ýmsa kunningja í Framsóknarflokkn-
um, eins og Pálma Hannesson og Hermann Jónasson, sem mátu hann vegna
áhuga hans á laxarækt. Þeir höfðu hinsvegar enga vitneskju um samband Fort-
escues og Tímans.
Umræddri upplýsingasöfnun á vegum Tímans lauk strax eftir að Bretar her-
námu ísland í mars 1940, enda var þá gert óheimilt að segja frá skipaferðum.
í áðurnefndu viðtali við Fortescue í Lesbók Mbl. 1974, telur hann sig hafa
skipulagt nýja upplýsingasöfnun í þessum stíl sumarið 1940. Ég held að hann
rugli hér saman árunum 1939 og 1940; mér er a. m. k. ókunnugt um slíka upp-
lýsingasöfnun sumarið 1940.
Fyrir þá, sem hafa áhuga á sögu, er fengur að þessari bók Þórs Whitehead.
Hún styrkir álit hans sem samviskusams fræðimanns og skemmtilegs rithöf-
undar.
Þórarinn Þórarinsson